Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:06 Andlit Smolletts er útmáð í myndbandinu sem lögregla birti en hann sést hér með hina meintu snöru utan um hálsinn þegar hann tekur á móti lögreglumönnum í íbúð sinni. Skjáskot/Lögreglan í Chicago Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. Smollett sést þar taka á móti lögreglumönnum með snöru um hálsinn, sem hann segir að árásarmennirnir hafi vafið um háls sér. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. Fjöldi óvæntra vendinga hefur orðið á málinu síðan Smollett, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Empire, steig fram í janúar og sagði árásarmenn hafa kýlt sig í andlitið, hellt yfir sig „óþekktu efni“ og vafið snöru um háls sér. Smollett sagði árásina hafa verið framda á grundvelli fordóma í garð svartra og samkynhneigðra en hann tilheyrir báðum hópum. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Smollett var síðar ákærður og handtekinn fyrir að ljúga til um árásina, sem hann var sakaður um að hafa sviðsett vegna óánægju með laun fyrir störf sín við Empire-þættina. Að endingu var fallið frá öllum ákærum á hendur Smollett en hann greiddi sekt og sinnti samfélagsþjónustu í staðinn. Smollett var samt sem áður rekinn úr leikaraliði þáttanna og klipptur út úr lokaþáttum nýjustu þáttaraðarinnar. Jussie Smollett var sakaður um að hafa fengið bræðurna Abel og Ola Osundairo til að sviðsetja árásina með sér.AP/Ashlee Rezin Í myndbandi sem lögregla birti svo í gær sjást tveir lögreglumenn svara útkalli að íbúð Smollett í Chicago á níunda tímanum janúarmorguninn eftir árásina, eða um sjö klukkustundum eftir að Smollett segir að ráðist hafi verið á sig. Þar hitta lögreglumennirnir fyrir Smollett og Frank Gatson, sem kynnir sig sem „listrænan stjórnanda“ Smolletts. Gatson segir Smollett stórstjörnu sem vilji líklega ekki gera veður úr málinu en bætir við að hann sé í uppnámi þar sem árásarmennirnir hafi sett snöru um háls hans. Smollett tekur á móti lögreglumönnunum með hvítt reipi, snöruna, um hálsinn. Hann kveðst aðspurður ætla að taka snöruna af sér og gerir það örskotsstund síðar. „Ég vildi bara að þið sæjuð hana,“ segir Smollett við lögreglumennina. Þá tjáir hann lögreglumönnunum að árásarmennirnir hafa hellt yfir sig klór. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er hluti af stórum gagnapakka málsins sem lögregla gerði aðgengilegan almenningi í gær. Í öðru myndbandi sjást Abel og Ola Osundairo, bræður sem sakaðir eru um að hafa hjálpað Smollett að sviðsetja árásina, í leigubíl kvöldið sem hin meinta árás var gerð. Osundairo-bræðurnir stefndu lögmannateymi Smolletts í apríl fyrir meiðyrði í kjölfar umfjöllunar af meintri aðkomu þeirra að árásinni en lögmennirnir sögðu kröfu bræðranna „hlægilega“. Video from inside taxi of Osundairo brother's on their way to meet Jussie Smollett night of reported attack..according to CPD@cbschicago pic.twitter.com/kYbUcoiwi5— Charlie De Mar (@CharlieDeMar) June 24, 2019 Í lok mars var Smollett gert að greiða 130 þúsund Bandaríkadali, rúmar sextán milljónir íslenskra króna, fyrir kostnað lögregluembættisins við rannsókn málsins. Smollett neitaði að borga en var í kjölfarið stefnt af borgaryfirvöldum í Chicago fyrir þrefalt hærri upphæð en honum var upphaflega gert að reiða fram. Þann 21. júní síðastliðinn skipaði dómari í Chicago sérstakan saksóknara til að rannsaka meðhöndlun lögreglu á fullyrðingum Smolletts. Í frétt BBC er haft eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin gæti orðið til þess að Smollett verði ákærður í annað sinn. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. Smollett sést þar taka á móti lögreglumönnum með snöru um hálsinn, sem hann segir að árásarmennirnir hafi vafið um háls sér. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. Fjöldi óvæntra vendinga hefur orðið á málinu síðan Smollett, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Empire, steig fram í janúar og sagði árásarmenn hafa kýlt sig í andlitið, hellt yfir sig „óþekktu efni“ og vafið snöru um háls sér. Smollett sagði árásina hafa verið framda á grundvelli fordóma í garð svartra og samkynhneigðra en hann tilheyrir báðum hópum. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Smollett var síðar ákærður og handtekinn fyrir að ljúga til um árásina, sem hann var sakaður um að hafa sviðsett vegna óánægju með laun fyrir störf sín við Empire-þættina. Að endingu var fallið frá öllum ákærum á hendur Smollett en hann greiddi sekt og sinnti samfélagsþjónustu í staðinn. Smollett var samt sem áður rekinn úr leikaraliði þáttanna og klipptur út úr lokaþáttum nýjustu þáttaraðarinnar. Jussie Smollett var sakaður um að hafa fengið bræðurna Abel og Ola Osundairo til að sviðsetja árásina með sér.AP/Ashlee Rezin Í myndbandi sem lögregla birti svo í gær sjást tveir lögreglumenn svara útkalli að íbúð Smollett í Chicago á níunda tímanum janúarmorguninn eftir árásina, eða um sjö klukkustundum eftir að Smollett segir að ráðist hafi verið á sig. Þar hitta lögreglumennirnir fyrir Smollett og Frank Gatson, sem kynnir sig sem „listrænan stjórnanda“ Smolletts. Gatson segir Smollett stórstjörnu sem vilji líklega ekki gera veður úr málinu en bætir við að hann sé í uppnámi þar sem árásarmennirnir hafi sett snöru um háls hans. Smollett tekur á móti lögreglumönnunum með hvítt reipi, snöruna, um hálsinn. Hann kveðst aðspurður ætla að taka snöruna af sér og gerir það örskotsstund síðar. „Ég vildi bara að þið sæjuð hana,“ segir Smollett við lögreglumennina. Þá tjáir hann lögreglumönnunum að árásarmennirnir hafa hellt yfir sig klór. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Myndbandið er hluti af stórum gagnapakka málsins sem lögregla gerði aðgengilegan almenningi í gær. Í öðru myndbandi sjást Abel og Ola Osundairo, bræður sem sakaðir eru um að hafa hjálpað Smollett að sviðsetja árásina, í leigubíl kvöldið sem hin meinta árás var gerð. Osundairo-bræðurnir stefndu lögmannateymi Smolletts í apríl fyrir meiðyrði í kjölfar umfjöllunar af meintri aðkomu þeirra að árásinni en lögmennirnir sögðu kröfu bræðranna „hlægilega“. Video from inside taxi of Osundairo brother's on their way to meet Jussie Smollett night of reported attack..according to CPD@cbschicago pic.twitter.com/kYbUcoiwi5— Charlie De Mar (@CharlieDeMar) June 24, 2019 Í lok mars var Smollett gert að greiða 130 þúsund Bandaríkadali, rúmar sextán milljónir íslenskra króna, fyrir kostnað lögregluembættisins við rannsókn málsins. Smollett neitaði að borga en var í kjölfarið stefnt af borgaryfirvöldum í Chicago fyrir þrefalt hærri upphæð en honum var upphaflega gert að reiða fram. Þann 21. júní síðastliðinn skipaði dómari í Chicago sérstakan saksóknara til að rannsaka meðhöndlun lögreglu á fullyrðingum Smolletts. Í frétt BBC er haft eftir talsmanni lögreglu að rannsóknin gæti orðið til þess að Smollett verði ákærður í annað sinn.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06 Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02 Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Yfirvöld Chicago ætla að höfða mál gegn Smollett Chicagoborg ætlar að höfða mál gegn leikaranum Jussie Smollett vegna kostnaðar við rannsókn á frásögn hans af barsmíðum sem hann sagðist hafa orðið fyrir í borginni. 5. apríl 2019 15:06
Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. 26. mars 2019 22:02
Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. 26. mars 2019 15:21