Vítaspyrna á 89. mínútu tryggði Evrópumeisturunum síðasta sætið í átta liða úrslitunum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2019 20:45 Hollendingar fagna sigurmarkinu. visir/getty Evrópumeistarar Hollands eru komnir í átta liða úrslit HM kvenna í Frakklandi eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Japan er liðin mættust í Rennes í kvöld. Hin magnaða Lieke Martens kom Hollandi yfir strax á sautjándu mínútu. Lieke, sem leikur með Barcelona, skoraði þá með glæsilegri hælspyrnu. Jöfnunarmark Japans var ekki verra. Yui Hasegawa fékk þá frábæra sendingu og lyfti boltanum glæsilega í markið. Allt jafnt í hálfleik.3 - Japan fired only two shots and recorded just three touches in the opposition box in the first half against the Netherlands. Effective. #NEDJPN#FIFAWWCpic.twitter.com/1i0ztencGZ — OptaJohan (@OptaJohan) June 25, 2019 Japanir fengu hættulegri færi í síðari hálfleiknum. Þær skutu meðal annars í slá en það voru svo Hollendingar sem skoruðu sigurmarkið. Vítaspyrna var dæmd á 89. mínútu er skot Vivianne Miedema fór í hönd Saki Kumagai. Klár vítaspyrna og Mertens skoraði annað mark sitt af vítapunktinum.3 - Lieke Martens scored her third ever World Cup goal (1 in 2015, 2 in 2019) and is the outright top goal scorer of the Netherlands Women's team at the #FIFAWWC. Roar. pic.twitter.com/baPbkTopHv — OptaJohan (@OptaJohan) June 25, 2019 Holland mætir Ítalíu í átta liða úrslitunum. HM 2019 í Frakklandi
Evrópumeistarar Hollands eru komnir í átta liða úrslit HM kvenna í Frakklandi eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Japan er liðin mættust í Rennes í kvöld. Hin magnaða Lieke Martens kom Hollandi yfir strax á sautjándu mínútu. Lieke, sem leikur með Barcelona, skoraði þá með glæsilegri hælspyrnu. Jöfnunarmark Japans var ekki verra. Yui Hasegawa fékk þá frábæra sendingu og lyfti boltanum glæsilega í markið. Allt jafnt í hálfleik.3 - Japan fired only two shots and recorded just three touches in the opposition box in the first half against the Netherlands. Effective. #NEDJPN#FIFAWWCpic.twitter.com/1i0ztencGZ — OptaJohan (@OptaJohan) June 25, 2019 Japanir fengu hættulegri færi í síðari hálfleiknum. Þær skutu meðal annars í slá en það voru svo Hollendingar sem skoruðu sigurmarkið. Vítaspyrna var dæmd á 89. mínútu er skot Vivianne Miedema fór í hönd Saki Kumagai. Klár vítaspyrna og Mertens skoraði annað mark sitt af vítapunktinum.3 - Lieke Martens scored her third ever World Cup goal (1 in 2015, 2 in 2019) and is the outright top goal scorer of the Netherlands Women's team at the #FIFAWWC. Roar. pic.twitter.com/baPbkTopHv — OptaJohan (@OptaJohan) June 25, 2019 Holland mætir Ítalíu í átta liða úrslitunum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti