GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Tveimur fjárfestingasjóðum sem hafa verið í stýringu fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management, sem sameinaðist Kviku banka fyrr á árinu, hefur verið lokað. Þannig var sjóðsfélögum GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, að sjóðunum yrði slitið og að þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna yrði í kjölfarið ráðstafað til sjóðsfélaga. GAMMA: GLOBAL Invest Fund, sem hefur einkum fjárfest í erlendum hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, var með eignir í stýringu að fjárhæð 6,3 milljónir evra í lok maí, eða sem nemur um 900 milljónum króna. Þá var GAMMA: Total Return Fund, sem hefur aðallega fjárfest í skráðum verðbréfum og í öðrum fagfjárfestasjóðum, með eignir í stýringu upp á um 1,5 milljarða króna en um tíma – á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins hins vegar vel yfir fimm milljarðar króna. Í lok síðasta mánaðar var um fimmtungur eigna GAMMA: Total Return Fund, eða sem nemur 300 milljónum króna, í óskráðum hlutabréfum, meðal annars hlutur í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Frá því var greint á mánudag að Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt samruna fjögurra sjóða GAMMA við fjóra sjóði í stýringu Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka. Þar er um að ræða Júpíter – innlend skuldabréf og GAMMA: Credit Fund; Ríkisskuldabréfasjóð og GAMMA: Iceland Government Bond Fund; Lausafjársjóð og GAMMA: Liquid Fund; og einnig Innlend hlutabréf og GAMMA: Equity Fund. Sameining sjóðanna kemur til vegna kaupa Kviku á öllu hlutafé GAMMA í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Tengdar fréttir Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45 GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi. 5. júní 2019 07:45
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. 27. mars 2019 07:00
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15