Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 07:37 Markmið Mueller með óvæntum blaðamannafundi í síðasta mánuði virtist meðal annars að fyrirbyggja að hann yrði látinn bera vitni fyrir þingnefnd. Formenn tveggja nefnda hafa nú stefnt honum til þess. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur fallist á að bera vitni fyrir tveimur þingnefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. Þar mun hann svara spurningum um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og tilraunum Donalds Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Demókratar, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, tilkynntu í gær að Mueller myndi bera vitni fyrir leyniþjónustu- og dómsmálanefndunum 17. júlí. Formenn nefndanna höfðu stefnt Mueller til að bera vitni og segir New York Times að hann hafi orðið við þeim. Mueller hefur aðeins tjáð sig einu sinni um rannsókn sína sem stóð yfir í tæp tvö ár. Á blaðamannafundi sem hann boðaði óvænt til í maí gaf hann sterklega í skyn að hann vildi ekki vera dreginn fyrir þingnefnd til að bera vitni. Mögulegur framburður hans þar myndi ekki fela í sér meira en það sem kom fram í skýrslu hans. Jerrold Nadler og Adam Schiff, formenn þingnefndanna, sögðust í bréfi til Mueller hafa skilning á því að hann hefði efasemdir um að bera vitni en þeir kröfðust þess engu að síður að hann gerði það. „Bandarískur almenningur á það skilið að heyra beint frá þér um rannsókn þína og niðurstöður. Við munum vinna með þér að því að taka á gildum áhyggjum til að verja heilindi vinnu þinnar en við búumst við því að þú komir fyrir nefndir okkar samkvæmt áætlun,“ skrifuðu formennirnir til Mueller.Gat ekki hreinsað forsetann af sök í skýrslunni Skýrsla Mueller var gerð opinber að mestu á skírdag. Samkvæmt henni gat Mueller ekki sýnt fram á að forsetaframboð Trump hefði átt í glæpsamlegu samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda jafnvel þó að í skýrslunni sé rakinn fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til lögfræðiálits dómsmálaráðuneytisins um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Greindi Mueller aftur á móti frá ellefu atriðum sem túlka mætti sem tilraunir forsetans til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Tók Mueller sérstaklega fram í skýrslu sinni og síðar á blaðamannafundinum í síðasta mánuði að teldu saksóknarar hans að forsetinn væri saklaus af ásökunum um að hindra framgang réttvísinnar hefðu þeir lýst þeirri skoðun sinni. Þeir gætu ekki hreinsað forsetann af sök. Hvíta húsið hefur undanfarið sóst eftir að stöðva tilraunir demókrata í fulltrúadeildinni til að rannsaka Trump og ýmsar stjórnarathafnir. Þannig hefur það skipað núverandi og fyrrverandi embættismönnum að hunsa stefnur þingnefnda um gögn og vitnisburð. Ekki er ljóst hvort að Hvíta húsið muni reyna að koma í veg fyrir að Mueller beri vitni. Nær öruggt er að fjaðrafok verði í kringum vitnisburð Mueller í Bandaríkjaþingi. Líklegt er að framburður hans verði sendur út í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem demókratar munu reyna að fá upp úr Mueller upplýsingar um mögulega glæpi forsetans en repúblikanar gera sitt besta til að verja hann í bak og fyrir.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43