Rene, sem er frá Færeyjum, hefur um nokkurt skeið verið orðaður við HB í heimalandinu en það var svo staðfest á heimasíðu HB í dag.
Þjálfari HB er Heimir Guðjónsson, fyrrum margfaldur Íslandsmeistari með FH, en hann varð einmitt færeyskur meistari með HB á sínu fyrsta ári í fyrra.
Liðið leikur nú í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur leik þar um miðjan næsta mánuð en liðið er í fimmta sæti færeysku úrvalsdeildarinnar.