Myndi styðja börnin sín ef þau væru hinsegin en er hræddur við viðbrögð samfélagsins Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 23:14 Prinsinn var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í dag. Vísir/Getty Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019 Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019
Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira