Myndi styðja börnin sín ef þau væru hinsegin en er hræddur við viðbrögð samfélagsins Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 23:14 Prinsinn var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í dag. Vísir/Getty Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019 Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins var gestur á góðgerðarsamkomu fyrir hinsegin ungmenni í London í dag. Samkoman var skipulögð af The Albert Kennedy Trust sem styður ungt hinsegin fólk sem á í hættu að verða heimilislaus eða utangáttar í samfélaginu. Prinsinn var spurður hver hans viðbrögð yrðu ef eitt barna hans væri hinsegin. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en hann eignaðist börn sjálfur en sagði þó að hann myndi styðja þau af heilum hug ef svo væri. „Ég byrjaði fyrst að hugsa um þetta eftir að ég eignaðist börn ef ég á að vera hreinskilinn, það er eitthvað sem gerir mig stressaðan. Þó ekki vegna þess að ég er hræddur við að þau séu hinsegin heldur snýst það frekar um pressuna sem þau munu finna fyrir og hversu mikið erfiðara líf þeirra yrði,“ sagði prinsinn.Væri erfitt í ljósi stöðu konungsfjölskyldunnar Hann segir að frá sjónarhorni foreldra sé það mikið áhyggjuefni vegna þess að enn sé að finna fordóma fyrir hinsegin samfélaginu í heiminum í dag og margar hindranir séu í þeirra vegi sem gagnkynhneigðir þurfi ekki að mæta. „Ég vildi óska þess að við byggjum í heimi þar sem þetta væri álitið venjulegt og ekkert tiltökumál,“ sagði prinsinn. Hann sagði það vera sérstaklega viðkvæmt í ljósi þeirrar stöðu sem hann og fjölskylda hans eru í verandi kóngafólk. „Það eru svo margar hindranir, hatursfull ummæli, ofsóknir, mismunun og þessháttar, það er það sem gerir mig áhyggjufullan,“ bætti hann við og sagði það væri verkefni allra að leiðrétta slíkan hugsunarhátt og gera hann hluta að fortíðinni. Prince William says he would "fully support" his child if they were gay But he would worry about the "barriers, hateful words, persecution and discrimination that might come" [Tap to expand] https://t.co/YOI7eiiENspic.twitter.com/1LEOoY1j3e — BBC News (UK) (@BBCNews) June 26, 2019
Bretland Hinsegin Kóngafólk Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira