Hitametin falla á meginlandinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 07:52 Berlínarbúi reynir að kæla sig í gosbrunni í sumarhitanum þar. Vísir/EPA Enn á að bæta í hitann á meginlandi Evrópu í dag eftir júnímet sem slegin voru í nokkrum löndum í gær. Búist er við um og yfir fjörutíu stiga hita sums staðar í dag og hafa frönsk yfirvöld gefið út viðvörun um að líf fólks geti verið í hættu vegna hitans. Hitabylgja hófst fyrr í þessari viku. Í gær voru sett met fyrir hæsta hita í júnímánuði í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Í bænum Coschen í Brandenburg í Þýskalandi náði hitinn 38,6°C í gær. Í Radzyn í Póllandi og Doksany í Tékklandi sýndi hitamælirinn 38,2°C annars vegar og 38,9°C hins vegar. Hitinn á að rísa enn frekar í mörgum löndum næstu þrjá daga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gæti hitinn náð 45 gráðum á norðausturhluta Spánar á morgun. Varað er við verulegri hættu á skógareldum þar. Í Frakklandi er appelsínugult viðvörunarstig vegna hitans í nær öllu landinu. Í París hafa sérstök kælisvæði fyrir íbúa verið skilgreind og bráðabirgðagosbrunnar og vatnshanar verið settir upp. Vísindamenn eru tregir til að tengja einstaka veðuratburði við þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað á jörðinni af völdum manna. Hitabylgjur eins og sú sem nú gengur yfir Evrópu verða þó tíðari með hækkandi meðalhita jarðar. Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunin í Þýskalandi segir að fimm heitustu sumur í Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á þessari öld. Frakkland Loftslagsmál Pólland Spánn Tékkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Enn á að bæta í hitann á meginlandi Evrópu í dag eftir júnímet sem slegin voru í nokkrum löndum í gær. Búist er við um og yfir fjörutíu stiga hita sums staðar í dag og hafa frönsk yfirvöld gefið út viðvörun um að líf fólks geti verið í hættu vegna hitans. Hitabylgja hófst fyrr í þessari viku. Í gær voru sett met fyrir hæsta hita í júnímánuði í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Í bænum Coschen í Brandenburg í Þýskalandi náði hitinn 38,6°C í gær. Í Radzyn í Póllandi og Doksany í Tékklandi sýndi hitamælirinn 38,2°C annars vegar og 38,9°C hins vegar. Hitinn á að rísa enn frekar í mörgum löndum næstu þrjá daga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gæti hitinn náð 45 gráðum á norðausturhluta Spánar á morgun. Varað er við verulegri hættu á skógareldum þar. Í Frakklandi er appelsínugult viðvörunarstig vegna hitans í nær öllu landinu. Í París hafa sérstök kælisvæði fyrir íbúa verið skilgreind og bráðabirgðagosbrunnar og vatnshanar verið settir upp. Vísindamenn eru tregir til að tengja einstaka veðuratburði við þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað á jörðinni af völdum manna. Hitabylgjur eins og sú sem nú gengur yfir Evrópu verða þó tíðari með hækkandi meðalhita jarðar. Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunin í Þýskalandi segir að fimm heitustu sumur í Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á þessari öld.
Frakkland Loftslagsmál Pólland Spánn Tékkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39