105 þúsund krónur lagðar inn á félagsmenn BSRB vegna seinagangs í kjaraviðræðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2019 10:38 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst frá vinnuveitanda vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Viðræður eru í gangi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Í endurskoðaðri viðræðuáætlun sem aðildarfélög BSRB og samninganefnd ríkisins hafa gert með sér kemur fram að stefna eigi að því að ljúka gerð nýs kjarasamnings fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í apríl. Í samningaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarið hefur verið unnið að samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, launaþróunartryggingu og fleira. Bæði BSRB og samninganefnd ríkisins leggja áherslu á að vanda til við þá vinnu. „Þetta eru flókin mál sem við erum að ræða, sér í lagi útfærslan á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnuhópa. Við viljum gefa okkur góðan tíma í að ræða það enda mikilvægt að ná fram breytingum til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Í áætluninni segir að þar sem langt sé síðan kjarasamningar hafi runnið verði greidd innágreiðsla inn á nýja samninga. Því fá starfsmenn ríkisins 105 þúsund króna greiðslu þann 1. ágúst vegna þessara tafa. Upphæðin miðast við fullt starf og fá starfsmenn í hlutastörfum greiðsluna í réttu hlutfalli við starfshlutfall. BSRB gerir eftir sem áður kröfu um að nýir kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. apríl. Þá sammælast BSRB og ríkið um það í áætluninni að friðarskylda ríki til 15. september. Hlé verður gert á viðræðum á meðan skrifstofa Ríkissáttasemjara er lokuð í sumar, „enda hefur reynslan sýnt að lítið gengur í kjaraviðræðum yfir hásumarið,“ segir í tilkynningu. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins. 4. maí 2019 08:30 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst frá vinnuveitanda vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Viðræður eru í gangi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna. Í endurskoðaðri viðræðuáætlun sem aðildarfélög BSRB og samninganefnd ríkisins hafa gert með sér kemur fram að stefna eigi að því að ljúka gerð nýs kjarasamnings fyrir 15. september, en samningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í apríl. Í samningaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarið hefur verið unnið að samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, launaþróunartryggingu og fleira. Bæði BSRB og samninganefnd ríkisins leggja áherslu á að vanda til við þá vinnu. „Þetta eru flókin mál sem við erum að ræða, sér í lagi útfærslan á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnuhópa. Við viljum gefa okkur góðan tíma í að ræða það enda mikilvægt að ná fram breytingum til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningu. Í áætluninni segir að þar sem langt sé síðan kjarasamningar hafi runnið verði greidd innágreiðsla inn á nýja samninga. Því fá starfsmenn ríkisins 105 þúsund króna greiðslu þann 1. ágúst vegna þessara tafa. Upphæðin miðast við fullt starf og fá starfsmenn í hlutastörfum greiðsluna í réttu hlutfalli við starfshlutfall. BSRB gerir eftir sem áður kröfu um að nýir kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. apríl. Þá sammælast BSRB og ríkið um það í áætluninni að friðarskylda ríki til 15. september. Hlé verður gert á viðræðum á meðan skrifstofa Ríkissáttasemjara er lokuð í sumar, „enda hefur reynslan sýnt að lítið gengur í kjaraviðræðum yfir hásumarið,“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins. 4. maí 2019 08:30 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif Niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar sýna fram á jákvæð áhrif færri vinnustunda og eru þarft innlegg í kjaraviðræður opinbera vinnumarkaðsins. 4. maí 2019 08:30
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08