Slúðurvefsíðan Tmz segir að Wright hafi andast á heimili sínu á Fögruströnd í Kaliforníu rétt fyrir utan Los Angeles. Eiginkona hans til áratuga, Linda Ybarrondo, lést af völdum brjóstakrabbameins fyrir tveimur árum. Þau áttu tvö börn saman.
„Alf“ voru vinsælir gamanþættir sem gengu í fjórar þáttaraðir frá 1986 til 1990. Þeir fjölluðu um geimveruna Alf sem brotlendir á jörðinni og hefur sérstakan smekk fyrir köttum. Wright lék Willie Tanner, heimilisföður fjölskyldunnar sem tekur Alf upp á sína arma.
Auk „Alf“ kom Wright fram í fjölda annarra þátta, þar á meðal „Vinum“, „Murphy Brown“, „Skammtastökki“ og „Staupasteini“.
Max Wright, veteran TV actor and Willie Tanner on ALF, dies at 75 https://t.co/z3tEV2hohr
— Entertainment Weekly (@EW) June 26, 2019