Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:17 Undir lok Eurovision-útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda. mynd/Skjáskot af vef RÚV Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin. Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. Fánar Hatara vöktu mikla athygli og jafnvel hörð viðbrögð í einhverjum tilfellum strax í kjölfar keppninnar. Þannig var til að mynda efnt til undirskriftarsöfnunar þar sem nær fimmtíu þúsund manns hafa nú skrifað undir kröfu þess efnis að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir gjörning Hatara.Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er bönnuð í Eurovision og brutu Hatarar þannig reglur um slíkt með Palestínufánum sínum. Bæði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Gísli Marteinn Baldursson Eurovision-kynnir og sjónvarpsmaður hafa þó sagst efast um að tekið verði hart á uppátæki Hatara. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins strax eftir Eurovision í maí en þar kom fram að fánarnir brjóti beint í bága við reglur keppninnar. Þá myndu afleiðingar uppátækisins vera ræddar á fundi framkvæmdastjórnar Eurovision eftir keppnina.Sjá einnig: EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna HataraÍ svari við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins þann 7. júní kom svo fram að framkvæmdastjórnin myndi ræða brot Hatara á fundi „eftir nokkrar vikur“. Á þeim fundi verði ákveðið hvort beita þurfi refsingu. Þá kvað við sama tón í svari EBU við fyrirspurn Vísis sem send var í gær. Í svarinu segir að „lokaákvörðun“ hafi ekki enn verið tekin í málinu en ekki liggur fyrir hvort búið sé að taka málið fyrir á fundi stjórnarinnar. EBU muni jafnframt ekki tjá sig frekar fyrr en sú ákvörðun hafi verið tekin.
Eurovision Tengdar fréttir „Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17 Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16 Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Það felst engin árás í því að halda fána á lofti“ Bashar Murad er palestínskur tónlistarmaður búsettur í Austur-Jerúsalem. Hann er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks og reynir með list sinni storka staðalímyndum. 29. maí 2019 17:17
Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Krefjast þess að flugfreyjan sem stærði sig af því að Hatarar hefðu fengið lakari sæti verði ráðin aftur. 7. júní 2019 09:16
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Ósammála um viðbrögð EBU varðandi uppátæki Hatara Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins telur litlar líkur á að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision á næsta ári vegna uppátækis Hatara í keppninni í ár. Fyrrverandi útvarpsstjóri telur þó líkur á að Ísland verði ekki með á næsta ári eftir að Hatari hélt uppi palestínska fánanum í útsendingu. 20. maí 2019 11:36