Pósturinn Páll Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rekstrarvandræði Íslandspósts hafa verið til umræðu um nokkurt skeið. Internetið hefur ekki beint unnið með fyrirtækinu, tölvupósturinn hefur valdið stjórnendum póstsins verulegum búsifjum og á einhvern óendanlega flókinn hátt hafa póstsendingar frá Kína étið upp það litla rekstrarfé sem tínist þó inn um jólin þegar við sendum jólakort í gríð og erg. Íslandspóstur er ríkisrekið fyrirtæki og það á ekki að koma á óvart að ríkisfyrirtæki á erfiðara með að fóta sig í flóknu og síbreytilegu umhverfi heldur en einkafyrirtæki. Það var því mjög gott hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að stinga upp á því að ríkið hætti þessum póstrekstri. Ríkið á að selja þetta fyrirtæki og láta einkaaðilum það eftir að finna hagkvæmustu lausnir á því að flytja póst og böggla á milli manna. Einkafyrirtæki leysa mun flóknari verkefni og jafnvel mikilvægari á degi hverjum. Við látum t.d. einkafyrirtækjum það alfarið eftir dreifa og selja matvæli, en ekki þarf að fjölyrða um það hversu alvarlegt það er ef eitthvað fer úrskeiðis í þeim málum. Hvað varðar póstþjónustu sem ekki stendur undir sér, t.d. til fámennra landsvæða, þá er auðvelt að tryggja að slík þjónusta verði veitt. Skilgreina þarf þjónustuna og síðan bjóða út þannig að sá sem treystir sér til að vinna verkið fyrir lægstu meðgjöfina fær samning. Það sem skiptir máli er að tryggja að opinber þjónusta sé til staðar. Það er ekki markmið að þjónustan sé veitt af ríkisstarfsmönnum. Þvert á móti á að nýta sér afl einkaframtaksins til að tryggja að þjónustan sé veitt á sem hagkvæmastan hátt.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar