Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sylvía Hall skrifar 29. júní 2019 18:11 Fimm voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Eyrarbakkavegi milli Selfoss og Eyrarbakka klukkan hálffjögur í dag. Ekki er vitað um tildrög slyssins en samkvæmt upplýsingum frá Sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þurfti að beita klippum á vettvangi. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Kína sömdu um vopnahléí viðskiptastríðinu sem geisar á milli ríkjanna tveggja, á fundi G-20 ríkjanna sem lauk í Japan í dag. Donald Trump mætti til Suður Kóreu í dag og hefur óskað eftir að fá að hitta Kim Jong Un leiðtoga Norður Kóreu. Fjallað verður nánar um fundi leiðtoganna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í fréttatímanum verður einnig rætt við formann bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sem segir mörkin milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækis of óljós þegar slys eigi sér stað. Oft sé viðhaldi bifreiða ábótavant en í vikunni féll dómur yfir bílstjóra rútu sem ók rútu sem valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember árið 2017. Í dómnum kemur fram að við bíltæknirannsókn kom í ljós að hemlagetu bifreiðarinnar var verulega ábótavant. Þá urðu fagnaðarfundir á Selfossi þegar skiptinemar frá yfir tuttugu löndum hittust í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Við heyrum söguna alla í fréttatímanum á eftir og sjáum einnig myndir fráæfingu viðbragðsaðila á Suðurlandi sem æfðu viðbragð við skógareldum úr þyrlu í dag. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Fimm voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Eyrarbakkavegi milli Selfoss og Eyrarbakka klukkan hálffjögur í dag. Ekki er vitað um tildrög slyssins en samkvæmt upplýsingum frá Sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þurfti að beita klippum á vettvangi. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Kína sömdu um vopnahléí viðskiptastríðinu sem geisar á milli ríkjanna tveggja, á fundi G-20 ríkjanna sem lauk í Japan í dag. Donald Trump mætti til Suður Kóreu í dag og hefur óskað eftir að fá að hitta Kim Jong Un leiðtoga Norður Kóreu. Fjallað verður nánar um fundi leiðtoganna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í fréttatímanum verður einnig rætt við formann bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sem segir mörkin milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækis of óljós þegar slys eigi sér stað. Oft sé viðhaldi bifreiða ábótavant en í vikunni féll dómur yfir bílstjóra rútu sem ók rútu sem valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember árið 2017. Í dómnum kemur fram að við bíltæknirannsókn kom í ljós að hemlagetu bifreiðarinnar var verulega ábótavant. Þá urðu fagnaðarfundir á Selfossi þegar skiptinemar frá yfir tuttugu löndum hittust í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Við heyrum söguna alla í fréttatímanum á eftir og sjáum einnig myndir fráæfingu viðbragðsaðila á Suðurlandi sem æfðu viðbragð við skógareldum úr þyrlu í dag. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira