Partíið hélt Jenner fyrir vinkonu sína Anastasia Karanikolaou, sem er sjálf samfélagsmiðlastjarna.
Kylie birti myndir og myndbönd af sér og vinum sínum í rauðum sloppum og með hvíta hatta sem þernur klæðast í þáttaröðinni sem byggð er á dystópískri skáldsögu Margaret Atwood.
Í einu myndbandanna sem Kylie birtir heyrist hún segja að The Handmaid´s Tale sé uppáhaldsþáttur hennar og býður vina sína velkomna til Gilead.
Margir netverjar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og sögðu þema partísins afar ósmekklegt.
Saga þernunnar segir frá framandi framtíð í Bandaríkjunum þar sem frjósamar konur eru hnepptar í kynlífsþrældóm af valdhöfum í Gilead. Í sögunni hefur frjósömum konum fækkað svo mikið að þær konur sem eru frjóar eru neyddar til að ganga með börn þeirra ríku.Kylie throwing a themed birthday party for @stassiebaby and the premiere of @handmaidsonhulu who watched the show? I watched most of it it’s so goodView this post on Instagram
A post shared by Kylie Jenner News (@kyliesnapchat) on Jun 8, 2019 at 6:04pm PDT
Þeir sem gagnrýndu þetta þema í partíi Kylie sögðu það afar ósmekklegt að fagna þrældómi kvenna. Þetta sýni hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru.
Aðrir sögðu Kylie og vini hennar úr öllum tengslum því þeir sem mótmæltu nýrri löggjöf um fósturrof í Bandaríkjunum höfðu margir hverjir klætt sig upp sem þernur og vísuðu þar með í þann heim sem er boðaður í Sögu þernunnar.
Sumir verja þó Kylie og benda á að ekki þurfi að rífa allt niður og móðgast yfir öllu. Einn spyr hvort það þyki móðgandi að klæða sig upp sem norn því konur voru ofsóttar sem nornir á árum áður.