Garðyrkjubóndi vill færa golfvöll Mosfellinga vegna golfkúlnahríðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 16:25 Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi. Fréttablaðið/GVA Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. Hafberg segir í bréfi til bæjarráðs Mosfellsbæjar að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7000 fermetra gróðrastöð. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Í bréfinu kemur fram að golfvöllur Golfklúbbur Mosfellsbæjar liggi að hluta mjög nærri fyrirhugaðri byggingu. „Undirritaður hefur marg oft lýst yfir áhyggjum af þeirri hættu sem stafar af því að golfkúlum er skotið af vellinum yfir á landareign Lundar. Nú hafa starfsmenn Laufskála, undanfarnar vikur, unnið að áðurnefndri húsbyggingu og er golfkúlnahríðin verri en undirritaður hafði búist við,“ segir Hafberg í bréfi sínu. Minnir hann á að gróðurhúsið sé að öllu leyti byggt úr gleri og hætta á eignarspjöllum því umtalsverð. Ekki verði unað við það að starfsfólk Hafberg og eignir séu í hættu. „Er hér með farið fram á að Mosfellsbær taki það strax til skoðunar að færa umræddan golfvöll eða hlutast svo til um að legu hans verði breytt, þannig að ekki stafi hætta af gagnvart starfsfólki sem er við störf í Lundi.“ Hafberg sendi bréfið 29. maí og óskaði svara innan tveggja vikna. Á fundi bæjarráðs í dag kemur fram að umfjöllun um málið hafi verið frestað sökum tímaskorts. Garðyrkja Golf Landbúnaður Mosfellsbær Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Hafberg Þórisson, framkvæmdastjóri Laufskála fasteignafélags og eigandi Lambhaga, segir starfsmenn sína orðna langþreytta á þeirri hættu sem stafi af fljúgandi golfkúlum yfir á jörð félagsins í Lundi í Mosfellsdal. Hafberg segir í bréfi til bæjarráðs Mosfellsbæjar að mikil slysahætta felist í nálægð golfvallarins við jörðina þar sem Laufskáli stendur fyrir uppbyggingu á 7000 fermetra gróðrastöð. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Í bréfinu kemur fram að golfvöllur Golfklúbbur Mosfellsbæjar liggi að hluta mjög nærri fyrirhugaðri byggingu. „Undirritaður hefur marg oft lýst yfir áhyggjum af þeirri hættu sem stafar af því að golfkúlum er skotið af vellinum yfir á landareign Lundar. Nú hafa starfsmenn Laufskála, undanfarnar vikur, unnið að áðurnefndri húsbyggingu og er golfkúlnahríðin verri en undirritaður hafði búist við,“ segir Hafberg í bréfi sínu. Minnir hann á að gróðurhúsið sé að öllu leyti byggt úr gleri og hætta á eignarspjöllum því umtalsverð. Ekki verði unað við það að starfsfólk Hafberg og eignir séu í hættu. „Er hér með farið fram á að Mosfellsbær taki það strax til skoðunar að færa umræddan golfvöll eða hlutast svo til um að legu hans verði breytt, þannig að ekki stafi hætta af gagnvart starfsfólki sem er við störf í Lundi.“ Hafberg sendi bréfið 29. maí og óskaði svara innan tveggja vikna. Á fundi bæjarráðs í dag kemur fram að umfjöllun um málið hafi verið frestað sökum tímaskorts.
Garðyrkja Golf Landbúnaður Mosfellsbær Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira