Huckabee Sanders yfirgefur Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 20:45 Í tíð Huckabee Sanders voru daglegir blaðamannafundir í Hvíta húsinu, sem áður var hefð, svo gott sem aflagðir. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Huckabee Sanders er sögð ætla að flytja aftur í heimahagana í Arkansas og hvetur forsetinn hana til að bjóða sig fram til ríkisstjóra þar.New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar. Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu. Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert. „Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Huckabee Sanders er sögð ætla að flytja aftur í heimahagana í Arkansas og hvetur forsetinn hana til að bjóða sig fram til ríkisstjóra þar.New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar. Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu. Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert. „Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15