Hrefna Dan og Palli trúlofuðust á aðfangadag, degi eftir fæðingu dóttur þeirra Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. júní 2019 14:30 Fagurkerinn, fjölskyldukonan og fasteignasalinn Hrefna Dan. Hrefnu Dan þekkja eflaust margir af samskiptamiðlinum Instagram en þar er Hrefna þekkt sem mikill fagurkeri bæði hvað varðar fatnað og innanhúshönnun. Hún er talin einstaklega smekkleg og tilheyrir hópi svokallaðra lífstílsáhrifavalda. Hrefna er gift Páli Gísla Jónssyni og eiga þau saman þrjár dætur. Makamál fengu kynnast Hrefnu aðeins betur og spurðu um fjölskyldulífið og ástina. Hrefna og Palli, eins og hann er kallaður, höfðu vitað af hvoru öðru lengi áður en þau fóru að stinga saman nefjum en þau gengu í sama grunnskóla og framhaldsskóla á Akranesi. Það var svo ekki fyrr en í júní árið 2001 að vinskapur byrjaði að myndast milli þeirra. Samskiptin voru fyrst um sinn í sms formi en svo var það fljótt rúntur í bænum, bíóferðir og notalegar samverustundir. Í september sama ár ákváðum við að vera meira en bara vinir. Á rölti um skógræktina þann 20. september bað Palli mig um að vera kærustuna sína, segir HrefnaHrefna og Palli hafa verið saman síðan 2001.Þegar Hrefna er spurð að því hvað það hafi verið sem heillaði hana við Palla þá segir hún hann hafa einstaklega góða nærveru en það sem hafi heillað hana alveg upp úr skónum hafi verið brosið hans. Hún segir jafnframt að þau séu mjög ólíkar týpur og fólk hafi haft orð á því þegar þau byrjuðu að vera saman hvað það væri magnað hvernig þau hafi fundið hvort annað.Hlédragi Palli og athyglissjúka Hrefna Parið byrjaði að búa saman á Akranesi árið 2004 og búa þau núna í draumahúsinu sínu sem er fjórða eignin sem þau kaupa saman þar í bæ. Bæði hafa þau mikinn áhuga á fasteignum og framkvæmdum en Hrefna er nýútskrifuð sem fasteignasali og starfar Palli sem trésmiður og markmannsþjálfari hjá ÍA. Hrefna með dætrum sínum Tinnu, Söru og Viktoríu.Rúmlega ári eftir að þau byrjuðu að vera saman komust þau svo að því að Hrefna væri ófrísk. Það fylgdi mikil geðshræring og grátur þegar við komumst að þessum fréttum, en þvílík blessun sem þetta var þegar við fengum hana í fangið nýfædda dóttur okkar. Besta tilfinning sem ég hef upplifað, segir Hrefna Saman eiga þau þrjár stelpur, Viktoríu 15 ára, Söru 13 ára og Tinnu 10 ára og segir Hrefna segir það auðvitað hafa breytt sambandinu mikið að fara úr því að vera áhyggjulaust kærustupar í ábyrgðafulla foreldra. Forgangsröðunin og áherslurnar urðu allt aðrar en við höfum oft rætt það að við myndum ekki vilja breyta neinu. Þær hafa allar, á sinn ólíka hátt, gert okkur að betri manneskjumPalli fór á hnén og bað Hrefnu á aðfangadag, degi eftir fæðingu yngstu dóttur þeirra.Yngsta dóttirin fæddist á Þorláksmessu árið 2008 og hafði fjölskyldan þá ákveðið að eyða jólunum heima hjá foreldrum Hrefnu. Á aðfangadag fékk nýbakaða móðirin leyfi frá ljósmæðrunum til að kíkja heim í jólamatinn. En eftir matinn þegar kom að því að opna pakkana segir Hrefna Palla hafa beðið um orðið. Næsta sem ég man er að hann er fyrir framan mig á hnjánum að biðja mig um að gera sig að hamingjusamasta manni í heimi. Mamma og amma hágrétu úr gleði fyrir aftan hann og með ekkasogum sagði ég auðvitað JÁ! Hrefna segir brúðkaupið hafa verið nákvæmlega eins og þau óskuðu sér þar sem þau voru umvafin sínu uppáhalds fólki og ástin hafi skinið úr hverju andliti. Hrefna og drengurinn sem þau fá til sín einu sinni í mánuði og eru stuðningsfjölskylda fyrir.Þrátt fyrir að vera með stórt heimili og þrjú börn þá er fjölskyldan einnig stuðningsfjölskylda. Þau fá drenginn til sín eina helgi í mánuði, sækja hann í leikskólann á föstudegi og skila honum svo seinnipart Sunnudags. Hlutverk þeirra er að styðja við foreldra hans, hjálpa til og veita honum tilbreytingu frá hans hefðbundna lífi. Það sem við erum heppin að fá að vera stuðningsfjölskyldan hans. Við erum búin að vera það núna í þrjú ár og höfum mikið grætt á öllum dýrmætu samverustundunum Þegar fólk er með stóra fjölskyldu og báðir aðilar útivinnandi getur stundum mætt afgangi að sinna sambandinu og ástinni, en hvað gera þau til að halda í rómantíkina í hversdagsleikanum?Við erum mjög dugleg að láta vita hvað við kunnum að meta hvort annað með orðum, fallegum bréfum, knúsum og kossum Hrefna og fjölkyldan saman í sumarfríi á Tenerife.Hrefna segir það mjög mikilvægt að hafa í huga að báðir aðilar fái að njóta sín. Hjónabandið sé samvinnuverkefni og það þarf tvo til að þetta gangi upp. Einnig segir hún mikilvægt að gleyma ekki að hafa gaman saman og alls ekki fara að sofa í fýlu. Þessa dagana er fjölskyldan stödd á Tenerife í fyrstu utanlandsferðinni sem þau fara í öll saman og tekur Hrefna það fram að þetta sé hápunktur sumarsins. Framundan eru svo fótboltamót, ættarmót og bílferðir um Ísland. Makamál þakka Hrefnu kærlega fyrir spjallið og óska henni hjartanlega til hamingju með útskriftina og vona að þessi yndislega fjölskylda njóti sín saman í sumarfríinu á Tenerife. Þeir sem vilja fylgjast með Hrefnu og komandi ævintýrum þá er Instagram prófílinn hennar hér. Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum? Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi. 14. júní 2019 08:00 Emojional: Svala Björgvins Svölu Björgvins þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var lítli stelpa þegar hún heillaði alla með kröftugri rödd sinni og sjarmerandi framkomu. Makamál tóku spjall við Svölu á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið með emojis. Sjáum hversu emojional Svala er. 13. júní 2019 12:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Hrefnu Dan þekkja eflaust margir af samskiptamiðlinum Instagram en þar er Hrefna þekkt sem mikill fagurkeri bæði hvað varðar fatnað og innanhúshönnun. Hún er talin einstaklega smekkleg og tilheyrir hópi svokallaðra lífstílsáhrifavalda. Hrefna er gift Páli Gísla Jónssyni og eiga þau saman þrjár dætur. Makamál fengu kynnast Hrefnu aðeins betur og spurðu um fjölskyldulífið og ástina. Hrefna og Palli, eins og hann er kallaður, höfðu vitað af hvoru öðru lengi áður en þau fóru að stinga saman nefjum en þau gengu í sama grunnskóla og framhaldsskóla á Akranesi. Það var svo ekki fyrr en í júní árið 2001 að vinskapur byrjaði að myndast milli þeirra. Samskiptin voru fyrst um sinn í sms formi en svo var það fljótt rúntur í bænum, bíóferðir og notalegar samverustundir. Í september sama ár ákváðum við að vera meira en bara vinir. Á rölti um skógræktina þann 20. september bað Palli mig um að vera kærustuna sína, segir HrefnaHrefna og Palli hafa verið saman síðan 2001.Þegar Hrefna er spurð að því hvað það hafi verið sem heillaði hana við Palla þá segir hún hann hafa einstaklega góða nærveru en það sem hafi heillað hana alveg upp úr skónum hafi verið brosið hans. Hún segir jafnframt að þau séu mjög ólíkar týpur og fólk hafi haft orð á því þegar þau byrjuðu að vera saman hvað það væri magnað hvernig þau hafi fundið hvort annað.Hlédragi Palli og athyglissjúka Hrefna Parið byrjaði að búa saman á Akranesi árið 2004 og búa þau núna í draumahúsinu sínu sem er fjórða eignin sem þau kaupa saman þar í bæ. Bæði hafa þau mikinn áhuga á fasteignum og framkvæmdum en Hrefna er nýútskrifuð sem fasteignasali og starfar Palli sem trésmiður og markmannsþjálfari hjá ÍA. Hrefna með dætrum sínum Tinnu, Söru og Viktoríu.Rúmlega ári eftir að þau byrjuðu að vera saman komust þau svo að því að Hrefna væri ófrísk. Það fylgdi mikil geðshræring og grátur þegar við komumst að þessum fréttum, en þvílík blessun sem þetta var þegar við fengum hana í fangið nýfædda dóttur okkar. Besta tilfinning sem ég hef upplifað, segir Hrefna Saman eiga þau þrjár stelpur, Viktoríu 15 ára, Söru 13 ára og Tinnu 10 ára og segir Hrefna segir það auðvitað hafa breytt sambandinu mikið að fara úr því að vera áhyggjulaust kærustupar í ábyrgðafulla foreldra. Forgangsröðunin og áherslurnar urðu allt aðrar en við höfum oft rætt það að við myndum ekki vilja breyta neinu. Þær hafa allar, á sinn ólíka hátt, gert okkur að betri manneskjumPalli fór á hnén og bað Hrefnu á aðfangadag, degi eftir fæðingu yngstu dóttur þeirra.Yngsta dóttirin fæddist á Þorláksmessu árið 2008 og hafði fjölskyldan þá ákveðið að eyða jólunum heima hjá foreldrum Hrefnu. Á aðfangadag fékk nýbakaða móðirin leyfi frá ljósmæðrunum til að kíkja heim í jólamatinn. En eftir matinn þegar kom að því að opna pakkana segir Hrefna Palla hafa beðið um orðið. Næsta sem ég man er að hann er fyrir framan mig á hnjánum að biðja mig um að gera sig að hamingjusamasta manni í heimi. Mamma og amma hágrétu úr gleði fyrir aftan hann og með ekkasogum sagði ég auðvitað JÁ! Hrefna segir brúðkaupið hafa verið nákvæmlega eins og þau óskuðu sér þar sem þau voru umvafin sínu uppáhalds fólki og ástin hafi skinið úr hverju andliti. Hrefna og drengurinn sem þau fá til sín einu sinni í mánuði og eru stuðningsfjölskylda fyrir.Þrátt fyrir að vera með stórt heimili og þrjú börn þá er fjölskyldan einnig stuðningsfjölskylda. Þau fá drenginn til sín eina helgi í mánuði, sækja hann í leikskólann á föstudegi og skila honum svo seinnipart Sunnudags. Hlutverk þeirra er að styðja við foreldra hans, hjálpa til og veita honum tilbreytingu frá hans hefðbundna lífi. Það sem við erum heppin að fá að vera stuðningsfjölskyldan hans. Við erum búin að vera það núna í þrjú ár og höfum mikið grætt á öllum dýrmætu samverustundunum Þegar fólk er með stóra fjölskyldu og báðir aðilar útivinnandi getur stundum mætt afgangi að sinna sambandinu og ástinni, en hvað gera þau til að halda í rómantíkina í hversdagsleikanum?Við erum mjög dugleg að láta vita hvað við kunnum að meta hvort annað með orðum, fallegum bréfum, knúsum og kossum Hrefna og fjölkyldan saman í sumarfríi á Tenerife.Hrefna segir það mjög mikilvægt að hafa í huga að báðir aðilar fái að njóta sín. Hjónabandið sé samvinnuverkefni og það þarf tvo til að þetta gangi upp. Einnig segir hún mikilvægt að gleyma ekki að hafa gaman saman og alls ekki fara að sofa í fýlu. Þessa dagana er fjölskyldan stödd á Tenerife í fyrstu utanlandsferðinni sem þau fara í öll saman og tekur Hrefna það fram að þetta sé hápunktur sumarsins. Framundan eru svo fótboltamót, ættarmót og bílferðir um Ísland. Makamál þakka Hrefnu kærlega fyrir spjallið og óska henni hjartanlega til hamingju með útskriftina og vona að þessi yndislega fjölskylda njóti sín saman í sumarfríinu á Tenerife. Þeir sem vilja fylgjast með Hrefnu og komandi ævintýrum þá er Instagram prófílinn hennar hér.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum? Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi. 14. júní 2019 08:00 Emojional: Svala Björgvins Svölu Björgvins þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var lítli stelpa þegar hún heillaði alla með kröftugri rödd sinni og sjarmerandi framkomu. Makamál tóku spjall við Svölu á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið með emojis. Sjáum hversu emojional Svala er. 13. júní 2019 12:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00
Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum? Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi. 14. júní 2019 08:00
Emojional: Svala Björgvins Svölu Björgvins þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var lítli stelpa þegar hún heillaði alla með kröftugri rödd sinni og sjarmerandi framkomu. Makamál tóku spjall við Svölu á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið með emojis. Sjáum hversu emojional Svala er. 13. júní 2019 12:00