Góða veðrið Kristín Þorsteindsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:30 Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun