Fyrirmyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:45 Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar