Fyrirmyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:45 Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veðrið hefur verið fáránlega gott undanfarið og það lagar verulega andlegt ástand þjóðarinnar. Síðasta sumar var ömurlegt, a.m.k. fyrir okkur á suðvesturhorninu, endalaus rigning og leiðindi. Það er ótrúlegt hvað sól og gott veður getur glatt geðið í okkur, þjóðin verður besta útgáfan af sjálfri sér þegar veðrið er gott. En það er fleira sem gleður en bara veðrið. Íþróttafólkið okkar heldur áfram að standa sig vel, sama hvert litið er. Bara í þessari viku unnum við Tyrki í fótbolta og handboltalandsliðið komst skrefi nær því að tryggja sig inn í úrslitakeppni Evrópumótsins, í ellefta sinn í röð. Við eigum það til að gleyma því hversu í raun fjarstæðukennt það er að 350.000 manna þjóð eigi landslið karla og kvenna í fjölmörgum íþróttagreinum sem ítrekað standa jafnfætis þeim bestu í heiminum. En kannski er það galdurinn, við neitum að viðurkenna hvað við erum fá, látum það ekki skilgreina okkur. Þetta er ótrúlega mikilvægt fyrir börnin okkar og ungt fólk. Skilaboðin sem íþróttafólkið okkar sendir til þeirra eru þau að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Það sem skiptir máli er hversu mikið ertu tilbúinn til að leggja á þig, þú uppskerð sem þú sáir. En þetta á ekki bara við um íþróttirnar. Sömu skilaboð sendir listafólkið okkar, tónlistarmennirnir og rithöfundarnir og allir þeir sem hafa breitt út menningu okkar og listir um víða veröld. Þessar fyrirmyndir eru gríðarlega mikilvægar, það er ótrúlega verðmætt að ungt fólk alist upp í því andrúmslofti að allir vegir séu færir, ef nógu hart er lagt er að sér.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar