Stefnir á að taka næsta skref Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júní 2019 10:30 Dagur Kár kveðst ánægður með frammistöðu sína á fyrsta tímabilinu sem atvinnumaður. vísir/anton Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti