Tímasóun Lára G. Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2019 11:00 Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar