Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2019 19:31 Þýska lögreglan á vettvangi glæps. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Johannes Simon Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að. Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að.
Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43