Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2019 20:37 Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira