Kanna nýtingu jarðhita við Bolaöldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júní 2019 06:00 Frá Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er algjörlega á frumstigi en við værum náttúrulega ekki að sækja um svæðið nema vegna þess að við teldum það áhugavert,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, um fyrirhugaðar rannsóknir á háhita við Bolaöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í byrjun desember með fyrirhugaða virkjun í huga með allt að 100 MW uppsettu afli. „Það er stefnan og við teljum það hugsanlegt að þetta svæði standi undir 100 MW án þess að hafa rannsakað það,“ segir Gunnar Örn. Reykjavík Geothermal, sem var stofnað árið 2008 af Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis. Gunnar Örn segir að stefnt sé að því að hefja rannsóknir á árinu en leyfið gildir til ársloka 2021. „Við stefnum á að vera komnir með einhverjar niðurstöður innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það reynist áhugavert er auðvitað langt ferli fram undan.“ Eldri rannsóknir á svæðinu sem unnar voru af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) hafi gefið einhverjar vísbendingar. Svæðið sem um ræðir liggur að hluta til við hliðina á Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu. „Við myndum fara í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.“ Aðspurður segir Gunnar að það sé of snemmt að tala um hvernig möguleg raforka á svæðinu yrði nýtt. „Við erum ekki í samstarfi við neinn. Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við ætlum bara að taka eitt skref í einu en teljum að það sé alveg rúm fyrir meiri orkuframleiðslu á Íslandi. Hvað hún verður notuð í verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
„Þetta er algjörlega á frumstigi en við værum náttúrulega ekki að sækja um svæðið nema vegna þess að við teldum það áhugavert,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, um fyrirhugaðar rannsóknir á háhita við Bolaöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í byrjun desember með fyrirhugaða virkjun í huga með allt að 100 MW uppsettu afli. „Það er stefnan og við teljum það hugsanlegt að þetta svæði standi undir 100 MW án þess að hafa rannsakað það,“ segir Gunnar Örn. Reykjavík Geothermal, sem var stofnað árið 2008 af Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis. Gunnar Örn segir að stefnt sé að því að hefja rannsóknir á árinu en leyfið gildir til ársloka 2021. „Við stefnum á að vera komnir með einhverjar niðurstöður innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það reynist áhugavert er auðvitað langt ferli fram undan.“ Eldri rannsóknir á svæðinu sem unnar voru af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) hafi gefið einhverjar vísbendingar. Svæðið sem um ræðir liggur að hluta til við hliðina á Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu. „Við myndum fara í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.“ Aðspurður segir Gunnar að það sé of snemmt að tala um hvernig möguleg raforka á svæðinu yrði nýtt. „Við erum ekki í samstarfi við neinn. Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við ætlum bara að taka eitt skref í einu en teljum að það sé alveg rúm fyrir meiri orkuframleiðslu á Íslandi. Hvað hún verður notuð í verður tíminn bara að leiða í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira