Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 14:43 Lúsmýið gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015 en nú berast fregnir af því í Borgarfirði og austur í Grímsnes. MYND/ERLING ÓLAFSSON „Lúsmýið á eftir að dreifast um allt land og er komið til að vera. Fólk verður að sætta sig við það,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um þetta bitmý sem hefur gert íbúum á suðvesturhorni landsins lífið leitt í blíðviðrinu undanfarnar vikur. Lúsmýið gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015 en nú berast fregnir af því í Borgarfirði og austur í Grímsnes. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því, fyrst fór lúsmýið að gæða sér á Mosfellsbæingum en um helgina bárust tilkynningar frá íbúum í Laugardal sem voru illa leiknir eftir væran nætursvefn þar sem þessi vargur lét á sér kræla.Varnir og lyf vegna bits hafa verið uppseld í apótekum en fregnir hafa einnig borist af lúsmýi á Akranesi. Gísli segir lúsmýið þrífast best þar sem eru lækir og vötn. Lifrurnar lifa í vatni og fullorðnu dýrin leggjast á spendýr. „Þetta eru eins og rykagnir, illsjáanlegar, einn til tveir millimetrar á stærð. Þær smjúga undir hárið, ermar og skálar og undir sængur þegar fólk sefur á nóttunni. Ef það er stillt veður þá er alltaf hætt við þessu en ef það hreyfir vind ráða þær ekkert við það og leggjast í gras,“ segir Gísli.Óvænt hve útbreiðslan hefur gengið hægt Það kemur Gísla á óvart hve útbreiðslan á lúsmýinu hefur gengið hægt fyrir sig. Miðað við að lúsmýsins varð fyrst vart í Kjósinni fyrir fjórum árum hefði hann haldið að þær hefðu átt að vera komnar fyrr í borgina. „Með þessum áframhaldi líða ekki mörg ár þar til þetta verður komið út um allt land, þrjátíu ár kannski,“ segir Gísli. Hann segir lúsmýið berast hingað til landsins með vindi frá Evrópu.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINN„Þær eru mjög algengar í Skotlandi. Veðrið á Íslandi í dag er ekki ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum. Þær eru líka skæðar á Norðurlöndunum. Það tekur þær ekki nema tvo sólarhringa að fjúka hingað og þannig komu flest skordýr til Íslands áður en maðurinn settist hér að fyrir ellefu hundruð árum,“ segir Gísli en ummerki um skordýr hér á landi hafa sést við rannsóknir á setlögum. Í dag berast skordýr enn með vindi auk þess sem maðurinn ber talsvert með sér með ferðalögum og innflutningi á vörum.Sprauta munnvatni í háræðar Hann segir lúsmýið gera lítið annað af sér en að verða sér úti um fæðu þegar það leggst á mannfólkið. Lúsmýið sýgur blóð úr háræðum fólks en um leið og þær stinga sprauta þær munnvatni í háræðarnar sem kemur í veg fyrir að blóðið storkni. Margir eru hreinlega með ofnæmi fyrir lúsmýi og líta sumir út eins og þeir séu með hlaupabólu eftir að hafa deilt rúmi með þessari óværu. Hann segir dæmi um að sum spendýr, þar á meðal maðurinn, geti framleitt efni náttúrlega sem kemur í veg fyrir að bitmý á borð við lúsmý og moskítóflugur finni lyktina af koltvísýringi þegar við öndum.Vifta á náttborðið Til að verjast þessum ófögnuði segir Gísli best að halda sig frá skóglendi og votum svæðum þar sem þessar flugur halda til. Ef vart verður við þær í byggð er best að setja sterka viftu á náttborðið því þær ráða illa við blásturinn. Þá sé brýnt að reyna að koma í veg fyrir að þessi kvikindi komist inn í húsið og þarf þá að setja fínt net í gluggafög þegar sofið er svo hægt sé að fá ferskt loft inn á heimilið. Gísli segir lúsmýið fyrst og fremst ráðast til atlögu á kvöldin og í ljósaskiptunum þar sem fólk er sem minnst á hreyfingu. Hann bendir á að aðrar þjóðir hafi lifað við þetta til fjölda ára og Íslendingar þurfi að gera sér að góðu að venjast því. Gísli segir að Íslendingar séu þó sérstaklega viðkvæmir fyrir þessum bitum því á Íslandi eru tiltölulega fáar tegundir sem bíta menn. Helst eru það fuglaflær sem herja á menn og fer veggjalús fjölgandi hér á landi með auknum ferðalögum til Austur Evrópu. Bitmý hefur hins vegar ávallt lagst á Íslendinga við lítinn fögnuð. „Við erum bara of berskjölduð þegar kemur að skordýrum,“ segir Gísli. Dýr Lúsmý Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Lúsmýið á eftir að dreifast um allt land og er komið til að vera. Fólk verður að sætta sig við það,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um þetta bitmý sem hefur gert íbúum á suðvesturhorni landsins lífið leitt í blíðviðrinu undanfarnar vikur. Lúsmýið gerði fyrst vart við sig í Kjósinni árið 2015 en nú berast fregnir af því í Borgarfirði og austur í Grímsnes. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því, fyrst fór lúsmýið að gæða sér á Mosfellsbæingum en um helgina bárust tilkynningar frá íbúum í Laugardal sem voru illa leiknir eftir væran nætursvefn þar sem þessi vargur lét á sér kræla.Varnir og lyf vegna bits hafa verið uppseld í apótekum en fregnir hafa einnig borist af lúsmýi á Akranesi. Gísli segir lúsmýið þrífast best þar sem eru lækir og vötn. Lifrurnar lifa í vatni og fullorðnu dýrin leggjast á spendýr. „Þetta eru eins og rykagnir, illsjáanlegar, einn til tveir millimetrar á stærð. Þær smjúga undir hárið, ermar og skálar og undir sængur þegar fólk sefur á nóttunni. Ef það er stillt veður þá er alltaf hætt við þessu en ef það hreyfir vind ráða þær ekkert við það og leggjast í gras,“ segir Gísli.Óvænt hve útbreiðslan hefur gengið hægt Það kemur Gísla á óvart hve útbreiðslan á lúsmýinu hefur gengið hægt fyrir sig. Miðað við að lúsmýsins varð fyrst vart í Kjósinni fyrir fjórum árum hefði hann haldið að þær hefðu átt að vera komnar fyrr í borgina. „Með þessum áframhaldi líða ekki mörg ár þar til þetta verður komið út um allt land, þrjátíu ár kannski,“ segir Gísli. Hann segir lúsmýið berast hingað til landsins með vindi frá Evrópu.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINN„Þær eru mjög algengar í Skotlandi. Veðrið á Íslandi í dag er ekki ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum. Þær eru líka skæðar á Norðurlöndunum. Það tekur þær ekki nema tvo sólarhringa að fjúka hingað og þannig komu flest skordýr til Íslands áður en maðurinn settist hér að fyrir ellefu hundruð árum,“ segir Gísli en ummerki um skordýr hér á landi hafa sést við rannsóknir á setlögum. Í dag berast skordýr enn með vindi auk þess sem maðurinn ber talsvert með sér með ferðalögum og innflutningi á vörum.Sprauta munnvatni í háræðar Hann segir lúsmýið gera lítið annað af sér en að verða sér úti um fæðu þegar það leggst á mannfólkið. Lúsmýið sýgur blóð úr háræðum fólks en um leið og þær stinga sprauta þær munnvatni í háræðarnar sem kemur í veg fyrir að blóðið storkni. Margir eru hreinlega með ofnæmi fyrir lúsmýi og líta sumir út eins og þeir séu með hlaupabólu eftir að hafa deilt rúmi með þessari óværu. Hann segir dæmi um að sum spendýr, þar á meðal maðurinn, geti framleitt efni náttúrlega sem kemur í veg fyrir að bitmý á borð við lúsmý og moskítóflugur finni lyktina af koltvísýringi þegar við öndum.Vifta á náttborðið Til að verjast þessum ófögnuði segir Gísli best að halda sig frá skóglendi og votum svæðum þar sem þessar flugur halda til. Ef vart verður við þær í byggð er best að setja sterka viftu á náttborðið því þær ráða illa við blásturinn. Þá sé brýnt að reyna að koma í veg fyrir að þessi kvikindi komist inn í húsið og þarf þá að setja fínt net í gluggafög þegar sofið er svo hægt sé að fá ferskt loft inn á heimilið. Gísli segir lúsmýið fyrst og fremst ráðast til atlögu á kvöldin og í ljósaskiptunum þar sem fólk er sem minnst á hreyfingu. Hann bendir á að aðrar þjóðir hafi lifað við þetta til fjölda ára og Íslendingar þurfi að gera sér að góðu að venjast því. Gísli segir að Íslendingar séu þó sérstaklega viðkvæmir fyrir þessum bitum því á Íslandi eru tiltölulega fáar tegundir sem bíta menn. Helst eru það fuglaflær sem herja á menn og fer veggjalús fjölgandi hér á landi með auknum ferðalögum til Austur Evrópu. Bitmý hefur hins vegar ávallt lagst á Íslendinga við lítinn fögnuð. „Við erum bara of berskjölduð þegar kemur að skordýrum,“ segir Gísli.
Dýr Lúsmý Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent