Eitt hundrað og fjögur ár síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. júní 2019 06:00 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennréttindafélags Íslands „Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í dag er haldinn hátíðlegur víða um land kvenréttindadagur íslenskra kvenna, en 104 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi. Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara náð 85% jafnrétti. Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti,“ segir Brynhildur og bætir því við að mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. „Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.“ Brynhildur segir það hafa verið grundvallarsigur í baráttu íslenskra kvenna þegar þær fengu loks kosningarétt. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.“ Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í borginni í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hátíðarfundur verður á Hallveigarstöðum og femínísk gleðistund verður haldin á Skúla Craftbar. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Þessir dagar eru mikilvægir vegna þess að við erum ekki bara að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist heldur einnig að minnast þeirra baráttukvenna sem unnu þessa sigra fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í dag er haldinn hátíðlegur víða um land kvenréttindadagur íslenskra kvenna, en 104 ár eru síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. „Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð hérna á Íslandi. Núna höfum við setið í rúman áratug á toppnum hjá lista Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni um jafnrétti í heiminum og meira að segja sá listi telur að við höfum bara náð 85% jafnrétti. Það er ekki jafnrétti, það er ójafnrétti,“ segir Brynhildur og bætir því við að mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. „Konur og karlar hafa barist kröftuglega fyrir þeim réttindum sem þegar hafa áunnist en nú er nauðsynlegt að við höldum áfram til að almennt jafnrétti náist á Íslandi.“ Brynhildur segir það hafa verið grundvallarsigur í baráttu íslenskra kvenna þegar þær fengu loks kosningarétt. „Það líf sem við lifum í dag og það samfélag sem við lifum í í dag væri ekki til staðar nema fyrir þessar konur sem lögðu allt í sölurnar til þess að ná þessum réttindum fyrir okkur.“ Ýmislegt verður gert til hátíðarbrigða í borginni í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hátíðarfundur verður á Hallveigarstöðum og femínísk gleðistund verður haldin á Skúla Craftbar.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira