Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 09:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15