Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 11:30 Moskítóflugan er náskyld lúsmýinu svo það er spurning hvort von sé á þeim flugum hingað til lands á næstu árum. vísir/getty Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00