VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:06 Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. Vísir/vilhelm Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15