Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 14:46 Selena Gomez segir Instagram auka vanlíðan sína. Vísir/Getty Adam Mosseri, forstjóri Instagram, segir fyrirtækið fagna öllum ábendingum um hvernig sé hægt að bæta upplifun notenda. Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við Mosseri á BBC þar sem hann var spurður út í ummæli Gomez. Gomez var lengi vel sá notandi sem átti flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum en situr nú í þriðja sæti með 152 milljónir fylgjenda, á eftir söngkonunni Ariönu Grande og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. „[Instagram] lét mér líða illa með sjálfa mig og horfa á líkama minn öðruvísi,“ sagði Gomez í viðtali við Ryan Secrest nú á dögunum. Hún sagðist hafa eytt forritinu úr símanum sínum og hefur hún áður sagst gera það reglulega.Sjá einnig: Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Mosseri segist hafa verið vonsvikinn þegar hann heyrði af ummælum Gomez en upplifun hennar sé ekki sambærileg upplifun hins venjulega notanda þar sem hún væri með yfir hundrað milljón fylgjendur. Það væri allt annar heimur en sá sem venjulegir notendur upplifa. Hann segir Instagram þó vinna sífellt að því að bæta upplifun notenda og nefnir þar til að mynda áætlun Instagram um að gera „like“ leynileg svo fólk sé ekki í stöðugum samanburði við aðra notendur. „Þau tól sem við þurfum að þróa fyrir fimmtán ára stráka eða fjórtán ára stelpur eru mjög ólík,“ segir Mosseri.Adam Mosseri.Vísir/GettyEinelti stærra vandamál en Instagram Mosseri segir það oft gleymast í umræðunni um einelti að það hafi verið til í langan tíma, löngu fyrir tilkomu Instagram. Vandamálið sé því mun stærra en þessi eini miðill en öll gagnrýni sé þó jákvæð til þess að bæta Instagram. „Það er ekki oft þægilegt fyrir okkur að vera gagnrýnd svo opinberlega og að öll okkar mistök skuli vera á almannafæri en í grunninn held ég að það sé heilbrigt,“ segir Mosseri. Hann segir fyrirtækið almennt bregðast hratt við gagnrýni og reyna að gera sitt besta. Hann nefnir þar til dæmis myndir sem fólk birtir af sjálfskaðandi hegðun en fyrirtækið hefur verið verulega gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann segir stigsmun vera á milli slíkra mynda og því fleiri skoðanir sem færsla hefur, því fljótari er fyrirtækið að bregðast við og fjarlægja hana. „Mynd sem er um sjálfskaða er til að mynda mun meira forgangsmál hjá okkur en mynd sem inniheldur einungis nekt.“ Of lítið einblínt á jákvæðu hliðar samfélagsmiðla Mosseri tók fyrir forstjórastöðunni á síðasta ári og segir fyrirtækið hafa lært mikið á þeim níu árum sem það hefur verið starfandi. Mikill lærdómur hafi verið dreginn af bæði jákvæðu og neikvæðu hliðum þess að tengja fólk saman. „Það er margt jákvætt sem kemur út úr því að tengja fólk saman. Þegar við byrjuðum einblíndum við á það jákvæða og ég trúi enn á það,“ segir Mosseri sem bætti þó við að fyrirtækið hefði ekki hugsað nóg um neikvæðar hliðar þess. „Við einblíndum of lítið á neikvæðu hliðar þess að tengja fólk saman. Tækni er ekki góð né slæm – hún bara er.“ Hann segir samfélagsmiðla vera þess eðlis að þeir magna upp bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar alls og því sé mikilvægt að fyrirtækið sé á tánum og grípi það neikvæða sem komi upp. Hann segist þá vera tilbúinn til þess að heyra í Selenu Gomez og ræða við hana um hvað mætti betur fara. „Ef það er eitthvað ákveðið sem hún telur virka eða ekki vera að virka á miðlinum væri gott að heyra í henni,“ segir Mosseri. Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00 Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00 Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Adam Mosseri, forstjóri Instagram, segir fyrirtækið fagna öllum ábendingum um hvernig sé hægt að bæta upplifun notenda. Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við Mosseri á BBC þar sem hann var spurður út í ummæli Gomez. Gomez var lengi vel sá notandi sem átti flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum en situr nú í þriðja sæti með 152 milljónir fylgjenda, á eftir söngkonunni Ariönu Grande og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. „[Instagram] lét mér líða illa með sjálfa mig og horfa á líkama minn öðruvísi,“ sagði Gomez í viðtali við Ryan Secrest nú á dögunum. Hún sagðist hafa eytt forritinu úr símanum sínum og hefur hún áður sagst gera það reglulega.Sjá einnig: Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Mosseri segist hafa verið vonsvikinn þegar hann heyrði af ummælum Gomez en upplifun hennar sé ekki sambærileg upplifun hins venjulega notanda þar sem hún væri með yfir hundrað milljón fylgjendur. Það væri allt annar heimur en sá sem venjulegir notendur upplifa. Hann segir Instagram þó vinna sífellt að því að bæta upplifun notenda og nefnir þar til að mynda áætlun Instagram um að gera „like“ leynileg svo fólk sé ekki í stöðugum samanburði við aðra notendur. „Þau tól sem við þurfum að þróa fyrir fimmtán ára stráka eða fjórtán ára stelpur eru mjög ólík,“ segir Mosseri.Adam Mosseri.Vísir/GettyEinelti stærra vandamál en Instagram Mosseri segir það oft gleymast í umræðunni um einelti að það hafi verið til í langan tíma, löngu fyrir tilkomu Instagram. Vandamálið sé því mun stærra en þessi eini miðill en öll gagnrýni sé þó jákvæð til þess að bæta Instagram. „Það er ekki oft þægilegt fyrir okkur að vera gagnrýnd svo opinberlega og að öll okkar mistök skuli vera á almannafæri en í grunninn held ég að það sé heilbrigt,“ segir Mosseri. Hann segir fyrirtækið almennt bregðast hratt við gagnrýni og reyna að gera sitt besta. Hann nefnir þar til dæmis myndir sem fólk birtir af sjálfskaðandi hegðun en fyrirtækið hefur verið verulega gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann segir stigsmun vera á milli slíkra mynda og því fleiri skoðanir sem færsla hefur, því fljótari er fyrirtækið að bregðast við og fjarlægja hana. „Mynd sem er um sjálfskaða er til að mynda mun meira forgangsmál hjá okkur en mynd sem inniheldur einungis nekt.“ Of lítið einblínt á jákvæðu hliðar samfélagsmiðla Mosseri tók fyrir forstjórastöðunni á síðasta ári og segir fyrirtækið hafa lært mikið á þeim níu árum sem það hefur verið starfandi. Mikill lærdómur hafi verið dreginn af bæði jákvæðu og neikvæðu hliðum þess að tengja fólk saman. „Það er margt jákvætt sem kemur út úr því að tengja fólk saman. Þegar við byrjuðum einblíndum við á það jákvæða og ég trúi enn á það,“ segir Mosseri sem bætti þó við að fyrirtækið hefði ekki hugsað nóg um neikvæðar hliðar þess. „Við einblíndum of lítið á neikvæðu hliðar þess að tengja fólk saman. Tækni er ekki góð né slæm – hún bara er.“ Hann segir samfélagsmiðla vera þess eðlis að þeir magna upp bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar alls og því sé mikilvægt að fyrirtækið sé á tánum og grípi það neikvæða sem komi upp. Hann segist þá vera tilbúinn til þess að heyra í Selenu Gomez og ræða við hana um hvað mætti betur fara. „Ef það er eitthvað ákveðið sem hún telur virka eða ekki vera að virka á miðlinum væri gott að heyra í henni,“ segir Mosseri.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00 Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00 Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30
Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00
Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00
Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30