Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2019 16:03 Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina stendur nú yfir og verið er að gera svæðið klárt. Að sögn Jóns Bjarna upplýsingafulltrúa búast tónleikahaldarar við 10 til 12 þúsund manns. Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“