Bella Hadid biðst afsökunar á Instagram-færslu Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 16:37 Bella Hadid er ein vinsælasta fyrirsæta heims um þessar mundir. Vísir/Getty Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Stöðumælagjöldin í miðborginni hafi mikil áhrif á matarboðin Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Sjá meira
Ofurmódelið Bella Hadid varð fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum þegar hún birti mynd af sér á flugvelli þar sem hún liggur við glugga með fætur upp í loft. Á bakvið fætur hennar má sjá þrjár flugvélar, ein frá Arabísku furstadæmunum og önnur frá Sádí-Arabíu. Netverjar gagnrýndu myndina fyrir þær sakir að þeim þótti líta út fyrir að Hadid væri að sparka í fána landanna sem prýða afturenda flugvélanna. Sögðu margir myndina vera rasíska og fljótlega fór myllumerkið #BellaHadidIsRacist á mikið flug, sem mætti þýða sem „Bella Hadid er rasisti“.Shame on you#BellaHadidIsRacistpic.twitter.com/qbNVYd0uN0 — فارس التركي (@farooi) June 17, 2019 Hadid var fljót að bregðast við og skrifaði langa afsökunarbeiðni á Instagram þar sem hún sagðist ekki vilja að miðlar sínir væru notaðir til þess að dreifa hatri, sérstaklega ekki gagnvart sínum eigin uppruna. „Mér þykir svo vænt um múslimasamfélagið og arabíska hluta fjölskyldunnar minnar sem og bræður mína og systur út um allan heim,“ skrifaði Hadid. Hún segist ekki bara bera mikla virðingu fyrir þeim heldur nýti hún hvert tækifæri til þess að standa upp fyrir því sem hún trúir á, sérstaklega því sem snýr að Mið-Austurlöndunum. „Ég hef aldrei verið manneskja sem tala niður til þessara landa, ég vil bara dreifa boðskap ástar og fegurðar [þessara landa].“pic.twitter.com/zBA2RA1ESt — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019 Hún segir myndirnar ekki hafa verið á neinn hátt pólitískar og hún hafi ekki einu sinni tekið eftir flugvélunum í bakgrunni. Hún ætlaði sér aldrei að vanvirða þessi flugfélög, hvað þá upprunalönd þeirra. „Það var aldrei tilgangurinn og ég vona að þið skiljið misskilninginn. Ég mun sýna meiri ábyrgð næst þegar ég er að vekja athygli á ákveðnum málefnum, þar á meðal samfélaginu mínu í Mið-Austurlöndunum.“this was an honest mistake on an early morning... never, ever would I intentionally try to offend anyone like that. I am so sorry .. — Bella Hadid (@bellahadid) June 17, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Stöðumælagjöldin í miðborginni hafi mikil áhrif á matarboðin Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Sjá meira