Langar ræður bannaðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 08:30 Arnaldur Halldórsson, Þórey Lilja Benjamínsdóttir, Sigyn Blöndal, Hilmar Máni Magnússon og Lísbet Freyja Ýmisdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira