Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 1. júní 2019 08:45 Egils Gull mótið fór fram á Þorlákshafnarvelli. Bjórauglýsingar voru um allt. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira