Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:15 Frá slysstað í Eþíópíu. Nordicphotos/AFP Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa. Boeing flýtti sér í framleiðsluferli 737 MAX vélanna þegar þeir reyndu að keppa við hinar nýju vélar Airbus. Reynt var að spara útgjöld með því að fjarlægja kafla um MCAS úr handbók flugmanna og sleppa því nauðsynlegri aukaþjálfun sem hefði kostað milljónir dollara. Snemma í framleiðsluferlinu var flugvélin með tvo nema til að greina ofris, en Boeing tók út annan nemann. Nú hefur komið í ljós að nemarnir í flugvélunum tveimur sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu, sem varð 346 manns að bana, voru gallaðir. Flugvélar með 737 MAX vélum voru kyrrsettar um allan heim í kjölfarið. Boeing greindi frá því að þeir hefðu lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum um miðjan maí. Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og Flugmálaeftirlits Bandaríkjanna sem komu að framleiðsluferlinu greindu frá því að þeir áttuðu sig ekki alveg á MCAS-hugbúnaðinum og gerðu ráð fyrir því að kerfið notaðist við marga nema, en ekki einn eins og var raunin. Að sögn NYT gerðu starfsmennirnir einnig ráð fyrir því að MCAS-kerfið myndi sjaldan vera virkjað. Í kjölfarið var réttindum úthlutað og ákvarðanir teknar varðandi hönnun vélarinnar og þjálfun flugmanna, allt út frá misskilningi. Boeing flýtti sér of mikið við að framleiða 737 MAX vélarnar að sögn starfsmanna og voru boðskipti því óskýr. Flugmálaeftirlitið fékk ekki að heyra um breytinguna á MCAS-hugbúnaðinn fyrr en eftir fyrsta flugslysið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira