Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2019 19:15 Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Vísir/ÞÞ Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Hjólreiðar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi.
Hjólreiðar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira