Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 08:45 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru allir sakfelldir og hlutu fangelsisdóma í Al-Thani málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað. Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00