Ætlar að dusta rykið af golfkylfunum 5. júní 2019 08:45 Ingunn Agnes Kro situr í stjórnum Iceland Seafood International, Íslenskra fjárfesta og Félags lögfræðinga í fyrirtækjum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ingunn Agnes Kro er fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs hjá Skeljungi. Ingunn hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2009, fyrst sem yfirlögfræðingur og síðar einnig sem ritari stjórnar og regluvörður. Síðastliðin tvö ár hefur Ingunn gegnt starfi framkvæmdastjóra skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, þar sem hún hefur borið ábyrgð á samskiptum við helstu haghafa fyrirtækisins; markaðsmálum, samfélagsábyrgðarmálum, mannauðsmálum og lögfræðimálum, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf.Nám: Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, BA og MA í lögfræði frá Háskóla Íslands, héraðsdómslögmannsréttindi og verðbréfamiðlarapróf.Störf: Fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs og framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf. Áður yfirlögfræðingur og ritari stjórnar, ásamt því að vera regluvörður frá skráningu Skeljungs í Kauphöll. Þar áður lögfræðingur hjá Landslögum – lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Sit í stjórn Iceland Seafood International hf., Íslenskra fjárfesta hf. og Félags lögfræðinga í fyrirtækjum.Fjölskylduhagir: Gift Hjalta Þór Pálmasyni, framkvæmdastjóra framkvæmda hjá Mannverki ehf. Á þrjár dætur, Ylfu, 9 ára, Hrefnu, 7 ára, og Brynju, 4 ára.Hver eru þín helstu áhugamál? Það kann að hljóma sorglegt en í langan tíma var vinnan mitt helsta áhugamál. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna í gríðarlega áhugaverðum málum, krefjandi en skemmtilegum, með frábæru fólki og það sem mér finnst skemmtilegt að gera er að brjóta heilann og finna út úr hlutunum.Eftir að dæturnar fæddust áttaði ég mig hins vegar á því að vinnan var ekki sérlega fjölskylduvænt áhugamál. Þess vegna til dæmis fór ég að læra á skíði. Ég er reyndar betri að skíða aftur á bak, því að mitt hlutverk hefur verið að sinna yngsta barninu hverju sinni í barnabrekkunni. Nú er þannig fyrir mér komið að allar dæturnar eru orðnar betri en ég á skíðum. Ég hlakka því til að fara að skíða áfram næsta vetur. Svo í vetur fór ég að skauta. Það er afar kómísk sjón en mjög skemmtilegt. Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt í göngutúrum en ég sé fyrir mér að taka nokkra skautahringi í staðinn. Svo hefur mér alltaf þótt gaman að ferðast.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég var í æsku algjör bókaormur og var snemma farin að lesa fyrir hina krakkana á leikskólanum. Eins og gefur að skilja hefur síðasti áratugurinn helst farið í það að lesa barnabækur. Ég gæti reynt að hljóma gáfulega en staðreyndin er sú að því meira sem er að gera í vinnunni, því betur kann ég að meta heimskulega hluti í frítímanum. Síðasta bókin sem ég las var því The girl with the lower back tattoo, sem er sjálfsævisaga Amy Schumer.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfi olíufélaga? Það dylst væntanlega engum að orkuskiptin verða mikil breyting fyrir þau fyrirtæki sem hafa hingað til byggt afkomu sína á sölu jarðefnaeldsneytis. En í orkuskiptunum felast líka tækifæri. Skeljungur / Orkan byggði í fyrra tvær vetnisstöðvar. Vetni er hreinn, innlendur og mjög orkuríkur orkugjafi. Vetni er sérstaklega heppilegt fyrir stærri bifreiðar og lengri akstur og svo þá sem ekki geta hlaðið heima hjá sér. Í ár opnuðum við svo fjölorkustöð að Miklubraut. Þar er hægt að kaupa vetni, metan og rafmagn, auk jarðefnaeldsneytis. Fólk þarf eftir sem áður að komast á milli staða.Hvað veldur því að þú lætur af störfum á þessum tímapunkti? Þegar ég hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir nær tíu árum síðan hafði ég í hreinskilni sagt ekki séð fyrir mér að ég myndi staldra svona lengi við. En svo leiddu skemmtileg verkefni og samstarfsfólk til þess að tíminn leið hratt. Þeim áhersluatriðum sem mér voru falin með nýju samskiptasviði hefur nú verið komið á réttan kjöl; betri samskiptum við starfsmenn, viðskiptavini, hluthafa og fjölmiðla. Uppbyggingu vetnisstöðvanna er lokið og samstarfinu við Votlendissjóðinn um kolefnisjöfnun Skeljungs / Orkunnar og möguleikanum á kolefnisjöfnun á einfaldan hátt fyrir viðskiptavini hefur verið ýtt úr vör. Það var áskorun að skapa nýjan farveg endurnýjanlegra orkugjafa og samfélagsábyrgðar sem snerist um kolefnisjöfnun í fyrirtæki sem hefur selt jarðefnaeldsneyti í 90 ár. Þau verkefni eru nú í höfn og þá er tímabært að róa á ný mið.Hvað tekur við? Fyrst ætla ég að dusta rykið af golfkylfunum mínum og hringja í þær sem hafa lofað mér golfhring í gegnum tíðina. Svo býst ég við því að mér verði farið að leiðast í haust og að ég fari þá að leita að nýju og spennandi starfsumhverfi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ingunn Agnes Kro er fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs hjá Skeljungi. Ingunn hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2009, fyrst sem yfirlögfræðingur og síðar einnig sem ritari stjórnar og regluvörður. Síðastliðin tvö ár hefur Ingunn gegnt starfi framkvæmdastjóra skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs, þar sem hún hefur borið ábyrgð á samskiptum við helstu haghafa fyrirtækisins; markaðsmálum, samfélagsábyrgðarmálum, mannauðsmálum og lögfræðimálum, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf.Nám: Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands, BA og MA í lögfræði frá Háskóla Íslands, héraðsdómslögmannsréttindi og verðbréfamiðlarapróf.Störf: Fráfarandi framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs og framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins ehf. Áður yfirlögfræðingur og ritari stjórnar, ásamt því að vera regluvörður frá skráningu Skeljungs í Kauphöll. Þar áður lögfræðingur hjá Landslögum – lögfræðistofu og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Sit í stjórn Iceland Seafood International hf., Íslenskra fjárfesta hf. og Félags lögfræðinga í fyrirtækjum.Fjölskylduhagir: Gift Hjalta Þór Pálmasyni, framkvæmdastjóra framkvæmda hjá Mannverki ehf. Á þrjár dætur, Ylfu, 9 ára, Hrefnu, 7 ára, og Brynju, 4 ára.Hver eru þín helstu áhugamál? Það kann að hljóma sorglegt en í langan tíma var vinnan mitt helsta áhugamál. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna í gríðarlega áhugaverðum málum, krefjandi en skemmtilegum, með frábæru fólki og það sem mér finnst skemmtilegt að gera er að brjóta heilann og finna út úr hlutunum.Eftir að dæturnar fæddust áttaði ég mig hins vegar á því að vinnan var ekki sérlega fjölskylduvænt áhugamál. Þess vegna til dæmis fór ég að læra á skíði. Ég er reyndar betri að skíða aftur á bak, því að mitt hlutverk hefur verið að sinna yngsta barninu hverju sinni í barnabrekkunni. Nú er þannig fyrir mér komið að allar dæturnar eru orðnar betri en ég á skíðum. Ég hlakka því til að fara að skíða áfram næsta vetur. Svo í vetur fór ég að skauta. Það er afar kómísk sjón en mjög skemmtilegt. Mér hefur alltaf þótt leiðinlegt í göngutúrum en ég sé fyrir mér að taka nokkra skautahringi í staðinn. Svo hefur mér alltaf þótt gaman að ferðast.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Ég var í æsku algjör bókaormur og var snemma farin að lesa fyrir hina krakkana á leikskólanum. Eins og gefur að skilja hefur síðasti áratugurinn helst farið í það að lesa barnabækur. Ég gæti reynt að hljóma gáfulega en staðreyndin er sú að því meira sem er að gera í vinnunni, því betur kann ég að meta heimskulega hluti í frítímanum. Síðasta bókin sem ég las var því The girl with the lower back tattoo, sem er sjálfsævisaga Amy Schumer.Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfi olíufélaga? Það dylst væntanlega engum að orkuskiptin verða mikil breyting fyrir þau fyrirtæki sem hafa hingað til byggt afkomu sína á sölu jarðefnaeldsneytis. En í orkuskiptunum felast líka tækifæri. Skeljungur / Orkan byggði í fyrra tvær vetnisstöðvar. Vetni er hreinn, innlendur og mjög orkuríkur orkugjafi. Vetni er sérstaklega heppilegt fyrir stærri bifreiðar og lengri akstur og svo þá sem ekki geta hlaðið heima hjá sér. Í ár opnuðum við svo fjölorkustöð að Miklubraut. Þar er hægt að kaupa vetni, metan og rafmagn, auk jarðefnaeldsneytis. Fólk þarf eftir sem áður að komast á milli staða.Hvað veldur því að þú lætur af störfum á þessum tímapunkti? Þegar ég hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir nær tíu árum síðan hafði ég í hreinskilni sagt ekki séð fyrir mér að ég myndi staldra svona lengi við. En svo leiddu skemmtileg verkefni og samstarfsfólk til þess að tíminn leið hratt. Þeim áhersluatriðum sem mér voru falin með nýju samskiptasviði hefur nú verið komið á réttan kjöl; betri samskiptum við starfsmenn, viðskiptavini, hluthafa og fjölmiðla. Uppbyggingu vetnisstöðvanna er lokið og samstarfinu við Votlendissjóðinn um kolefnisjöfnun Skeljungs / Orkunnar og möguleikanum á kolefnisjöfnun á einfaldan hátt fyrir viðskiptavini hefur verið ýtt úr vör. Það var áskorun að skapa nýjan farveg endurnýjanlegra orkugjafa og samfélagsábyrgðar sem snerist um kolefnisjöfnun í fyrirtæki sem hefur selt jarðefnaeldsneyti í 90 ár. Þau verkefni eru nú í höfn og þá er tímabært að róa á ný mið.Hvað tekur við? Fyrst ætla ég að dusta rykið af golfkylfunum mínum og hringja í þær sem hafa lofað mér golfhring í gegnum tíðina. Svo býst ég við því að mér verði farið að leiðast í haust og að ég fari þá að leita að nýju og spennandi starfsumhverfi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira