Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 10:55 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn. Fréttablaðið/Ernir Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Vigdís greinir frá þessu sjálf á Facebook-síðu hennar en í febrúar kærði hún borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári. Skömmu áður hafði Persónuvernd úrskurðað að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Kæru Vigdísar var hins vegar vísað frá af sýslumanni en Vigdís kærði niðurstöðu hans til dómsmálaráðuneytisins sem nú hefur komist að niðurstöðu. Í henni er vísað til 2. mgr 93. gr. laga um sveitarstjórnarkosninga sem fjallar um kosningakærur. Þar segir að iðkomandi sýslumaður skuli skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið þegar er honum hefur borist kæra. Skal hann leita umsagnar yfirkjörstjórnar um kæru og skal hún láta uppi álit sitt innan viku frá því að hún fékk kæruna og kjörnefnd kveða upp úrskurð sinn innan viku þar frá. Vigdís Hauksdóttir ræddi niðurstöðu ráðuneytisins í Bítinu á Bylgjunni á morgun þar sem hún sagði niðurstöðuna vera áfangasigur. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Vigdís greinir frá þessu sjálf á Facebook-síðu hennar en í febrúar kærði hún borgarstjórnarkosningarnar sem haldnar voru á síðasta ári. Skömmu áður hafði Persónuvernd úrskurðað að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Kæru Vigdísar var hins vegar vísað frá af sýslumanni en Vigdís kærði niðurstöðu hans til dómsmálaráðuneytisins sem nú hefur komist að niðurstöðu. Í henni er vísað til 2. mgr 93. gr. laga um sveitarstjórnarkosninga sem fjallar um kosningakærur. Þar segir að iðkomandi sýslumaður skuli skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið þegar er honum hefur borist kæra. Skal hann leita umsagnar yfirkjörstjórnar um kæru og skal hún láta uppi álit sitt innan viku frá því að hún fékk kæruna og kjörnefnd kveða upp úrskurð sinn innan viku þar frá. Vigdís Hauksdóttir ræddi niðurstöðu ráðuneytisins í Bítinu á Bylgjunni á morgun þar sem hún sagði niðurstöðuna vera áfangasigur. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31 Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35
Mannréttindastjóri segir ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi Fulltrúi frá Persónuvernd, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður vinna áfram að nánari greiningu á ákvörðun Persónuverndar um brot á persónuverndarlögum. 10. febrúar 2019 23:31
Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. 22. febrúar 2019 11:20