Ríkið fékk meira en milljarði minna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. júní 2019 06:15 Ríkið seldi allt hlutafé í Lyfju til framtakssjóðs í stýringu Stefnis og fjárfestanna Daníels Helgasonar og Inga Guðjónssonar í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Eignaumsýslufélag ríkisins, sem hélt utan um tugmilljarða eignir sem voru afhentar stjórnvöldum vegna stöðugleikaframlags slitabúa gömlu bankanna, seldi allt hlutafé í Lyfju á síðasta ári á verði sem var meira en milljarði króna lægra en það verð sem Hagar höfðu samþykkt að greiða fyrir hlutafé apótekakeðjunnar síðla árs 2016. Hagar buðust til þess að greiða 5,1 milljarð króna fyrir hlutafé Lyfju og var þá miðað við að heildarvirði apótekakeðjunnar, sem var alfarið í eigu íslenska ríkisins, væri um 6,7 milljarðar króna. Hlutafé Lyfju var hins vegar selt snemma á síðasta ári fyrir tæplega 3,9 milljarða króna og var heildarvirði keðjunnar metið á um 5,0 milljarða króna í viðskiptunum. Kaupendur voru SÍA III, framtakssjóður í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, með 70 prósenta hlut, og fjárfestarnir Daníel Helgason og Ingi Guðjónsson, með fimmtán prósenta hlut hvor, en sá síðarnefndi er annar stofnenda Lyfju. Samkeppniseftirlitið ógilti sem kunnugt er kaup Haga á Lyfju sumarið 2017, einkum af þeirri ástæðu að kaupin hefðu leitt til skaðlegrar samþjöppunar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði, en samþykkti á hinn bóginn fyrr á þessu ári kaup SÍA III, Daníels og Inga – í gegnum félagið SID – á apótekakeðjunni. Mun lægri margfaldari Við fyrri sölu Lindarhvols, umsýslufélags sem var falið að halda utan um tugmilljarða stöðugleikaeignir ríkisins, á Lyfju haustið 2016 var EBITDA-margfaldarinn 9, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins, en við síðari söluna í fyrra var sami margfaldari 6,8. EBITDA apótekakeðjunnar – það er rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 749 milljónum króna árið 2016 en lækkaði lítillega árið 2017 þegar hún var um 736 milljónir króna. Hún versnaði síðan um 12,5 prósent á síðasta ári og var þá um 644 milljónir króna. Það kann meðal annars að skýra verri afkomu Lyfju á síðasta ári, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins, að Læknavaktin flutti um mitt árið frá Smáratorgi, þar sem eitt stærsta apótek keðjunnar er jafnframt til húsa, og í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut en þar rekur Lyf og heilsa apótek undir merkjum Apótekarans. Komur á Læknavaktina eru yfir 80 þúsund á ári. Lyfja, sem er stærsta apótekakeðja landsins, var á meðal þeirra fjölmörgu eigna sem voru framseldar til íslenskra stjórnvalda sem hluti af stöðugleikaframlagi föllnu bankanna en hlutafé keðjunnar var þar á undan í eigu slitabús Glitnis. Undruðust mat eftirlitsins Tilkynnt var um kaup SID á Lyfju í febrúar í fyrra og lagði Samkeppniseftirlitið blessun sína yfir þau ári síðar. Í nýbirtum ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir síðasta ár er hlutafé apótekakeðjunnar bókfært á tæpa 3,9 milljarða króna sem samsvarar verðinu í viðskiptunum við Lindarhvol. Lyfja var auglýst til sölu öðru sinni haustið 2017 – nokkrum mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöld ógiltu kaup Haga á keðjunni – og var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka falið að sjá um söluferlið. Samkeppniseftirlitið tók fram í umdeildri ákvörðun sinni í málinu að Hagar og Lyfja væru nánir keppinautar á þeim mörkuðum sem þau störfuðu bæði á, til að mynda í smásölu á hreinlætis- og snyrtivörum, og að kaupin hefðu leitt til þess að samkeppni fyrirtækjanna á þeim mörkuðum hyrfi. Forsvarsmenn Haga undruðust niðurstöðuna og sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, í ársskýrslu smásölurisans að hún væri mikil vonbrigði. „Sterk staða á snyrtivörumarkaði var meginástæða þess að samruninn náði ekki fram að ganga, þrátt fyrir að ríkið sjálft sé stærsti snyrtivörusali landsins í gegnum Fríhöfnina, sem eftirlitið taldi meðal annars ekki á sama markaði og Hagar,“ sagði Finnur meðal annars. Sú niðurstaða hefði verið með öllu óskiljanleg. Hagnaður Lyfju nam 324 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 55 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur keðjunnar, sem rekur 41 apótek og sex heilsuvöruverslanir víða um land, voru tæplega 9,8 milljarðar króna á árinu og jukust um 450 milljónir króna frá árinu 2017. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eignaumsýslufélag ríkisins, sem hélt utan um tugmilljarða eignir sem voru afhentar stjórnvöldum vegna stöðugleikaframlags slitabúa gömlu bankanna, seldi allt hlutafé í Lyfju á síðasta ári á verði sem var meira en milljarði króna lægra en það verð sem Hagar höfðu samþykkt að greiða fyrir hlutafé apótekakeðjunnar síðla árs 2016. Hagar buðust til þess að greiða 5,1 milljarð króna fyrir hlutafé Lyfju og var þá miðað við að heildarvirði apótekakeðjunnar, sem var alfarið í eigu íslenska ríkisins, væri um 6,7 milljarðar króna. Hlutafé Lyfju var hins vegar selt snemma á síðasta ári fyrir tæplega 3,9 milljarða króna og var heildarvirði keðjunnar metið á um 5,0 milljarða króna í viðskiptunum. Kaupendur voru SÍA III, framtakssjóður í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, með 70 prósenta hlut, og fjárfestarnir Daníel Helgason og Ingi Guðjónsson, með fimmtán prósenta hlut hvor, en sá síðarnefndi er annar stofnenda Lyfju. Samkeppniseftirlitið ógilti sem kunnugt er kaup Haga á Lyfju sumarið 2017, einkum af þeirri ástæðu að kaupin hefðu leitt til skaðlegrar samþjöppunar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði, en samþykkti á hinn bóginn fyrr á þessu ári kaup SÍA III, Daníels og Inga – í gegnum félagið SID – á apótekakeðjunni. Mun lægri margfaldari Við fyrri sölu Lindarhvols, umsýslufélags sem var falið að halda utan um tugmilljarða stöðugleikaeignir ríkisins, á Lyfju haustið 2016 var EBITDA-margfaldarinn 9, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins, en við síðari söluna í fyrra var sami margfaldari 6,8. EBITDA apótekakeðjunnar – það er rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 749 milljónum króna árið 2016 en lækkaði lítillega árið 2017 þegar hún var um 736 milljónir króna. Hún versnaði síðan um 12,5 prósent á síðasta ári og var þá um 644 milljónir króna. Það kann meðal annars að skýra verri afkomu Lyfju á síðasta ári, að sögn viðmælenda Fréttablaðsins, að Læknavaktin flutti um mitt árið frá Smáratorgi, þar sem eitt stærsta apótek keðjunnar er jafnframt til húsa, og í nýtt húsnæði í Austurveri við Háaleitisbraut en þar rekur Lyf og heilsa apótek undir merkjum Apótekarans. Komur á Læknavaktina eru yfir 80 þúsund á ári. Lyfja, sem er stærsta apótekakeðja landsins, var á meðal þeirra fjölmörgu eigna sem voru framseldar til íslenskra stjórnvalda sem hluti af stöðugleikaframlagi föllnu bankanna en hlutafé keðjunnar var þar á undan í eigu slitabús Glitnis. Undruðust mat eftirlitsins Tilkynnt var um kaup SID á Lyfju í febrúar í fyrra og lagði Samkeppniseftirlitið blessun sína yfir þau ári síðar. Í nýbirtum ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir síðasta ár er hlutafé apótekakeðjunnar bókfært á tæpa 3,9 milljarða króna sem samsvarar verðinu í viðskiptunum við Lindarhvol. Lyfja var auglýst til sölu öðru sinni haustið 2017 – nokkrum mánuðum eftir að samkeppnisyfirvöld ógiltu kaup Haga á keðjunni – og var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka falið að sjá um söluferlið. Samkeppniseftirlitið tók fram í umdeildri ákvörðun sinni í málinu að Hagar og Lyfja væru nánir keppinautar á þeim mörkuðum sem þau störfuðu bæði á, til að mynda í smásölu á hreinlætis- og snyrtivörum, og að kaupin hefðu leitt til þess að samkeppni fyrirtækjanna á þeim mörkuðum hyrfi. Forsvarsmenn Haga undruðust niðurstöðuna og sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, í ársskýrslu smásölurisans að hún væri mikil vonbrigði. „Sterk staða á snyrtivörumarkaði var meginástæða þess að samruninn náði ekki fram að ganga, þrátt fyrir að ríkið sjálft sé stærsti snyrtivörusali landsins í gegnum Fríhöfnina, sem eftirlitið taldi meðal annars ekki á sama markaði og Hagar,“ sagði Finnur meðal annars. Sú niðurstaða hefði verið með öllu óskiljanleg. Hagnaður Lyfju nam 324 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 55 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur keðjunnar, sem rekur 41 apótek og sex heilsuvöruverslanir víða um land, voru tæplega 9,8 milljarðar króna á árinu og jukust um 450 milljónir króna frá árinu 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira