Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 10:54 Tvennt lést í brunanum á Selfossi. Vísir/EgillA Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira