„Þú ert ógeðslegur morðingi“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:52 Slökkviliðsmenn vissu að fólkið væri látið og var því engin tilraun gerð til að bjarga þeim. Vísir/egill Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira