Pelosi vill sjá Trump á bak við lás og slá Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 12:27 Pelosi reynir enn að halda aftur af flokkssystkinum sínum sem vilja ólm kæra Trump forseta fyrir embættisbrot. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingmönnum sínum í Demókrataflokknum að hún vilji ekki kæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot heldur sjá hann „í fangelsi“. Pelosi er nú undir miklum þrýstingi frá flokkssystkinum sínum um að byrja ferli sem leiði til kæru á hendur forsetanum. Skiptar skoðanir eru innan Demókrataflokksins um hvort rétt sé að kæra Trump fyrir embættisbrot. Róttækari flokksmenn vilja ólmir koma ferlinu af stað enda telja þeir að forsetinn hafi gerst sekur um spillingu í embætti. Aðrir, Pelosi þar á meðal, eru hikandi. Þeir vita sem er að víðtækur stuðningur í þjóðfélaginu við kæru á hendur Trump er ekki fyrir hendi ef marka má skoðanakannanir. Jafnvel þó að fulltrúadeildin, þar sem demókratar ráða ríkjum, samþykkti að kæra Trump kæmi öldungadeildin, þar sem repúblikanar eru með meirihluta, aldrei til með að sakfella hann. Betra sé því að treysta á að frambjóðandi demókrata sigri Trump í forsetakosningunum á næsta ári en að hefja kæruferli sem gæti reynt óvinsælt og aflað forsetanum samúðar.Situr fast við sinn keipPolitico segir að Pelosi hafi tekist á við Jerry Nadler, formann dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar sem rannsakar nú Trump, á fundi með öðrum demókrötum á þriðjudagskvöld. Nadler hafi þrýst á Pelosi að leyfa sér að hefja rannsókn til að undirbúa kæru á hendur Trump. Pelosi hafa staðið fast á sínu og neitað. „Ég vil ekki sjá hann kærðan fyrir embættisbrot, ég vil sjá hann í fangelsi,“ sagði Pelosi á fundinum, að sögn demókrata á fundinum sem Politico ræddi við. Hún vilji að Trump fari frá með kosningum og verði þá ákærður fyrir meinta glæpi. Pelosi hefur áður sagt að hún telji að Trump forseti hylmi nú yfir glæpi sem hann hafi framið. Á meðal þess sem demókratar vilja rannsaka eru mögulegir hagsmunaárekstrar Trump og spilling. Þá komu fram upplýsingar í skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann reyndi ítrekað að leggja stein í götu rannsóknar hans. Trump og Hvíta húsið hafa brugðist við kröfum fulltrúadeildarinnar um gögn og vitnisburð með því að hunsa stefnur þingnefnda. Tekist er á um stefnurnar fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að. 21. maí 2019 23:30