Fólkið reyndi að bjarga sér úr eldinum Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 13:51 Vigfús Ólafsson situr hér á milli verjenda í málinu. Vísir/MHH Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira