Formanni ÖBÍ misboðið yfir „frekjukasti“ forseta Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 17:37 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Hanna Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir málflutning Steingríms J. Sigfússonar harðlega í pistli sem birtist á vef Öryrkjabandalagsins í gær. Ástæða skrifanna er atvik á Alþingi síðastliðinn þriðjudag þar sem Steingrímur vék úr stóli forseta til þess að svara tilfinningaþrunginni ræðu Ingu Sæland.Sjá einnig: Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Í ræðu sinni sagði Inga velferðarstjórn eftirhrunsáranna hafa sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu“. Þessi orð Ingu fóru illa í Steingrím sem líkt og áður sagði vék úr stóli forseta til þess að veita mótsvar. Hann sagðist ekki oft blanda sér í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en hann gæti ekki setið þegjandi undir „rangfærslum og óhróðri“. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar,“ sagði Steingrímur.Steingrími var heitt í hamsi þegar hann svaraði Ingu Sæland á Alþingi síðasta þriðjudag.AlþingiMálflutningur Steingríms til marks um að honum sé „skítsama“ um lífskjör öryrkja og fatlaða Þuríður Harpa er harðorð í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Mér er algjörlega misboðið“. Þar segir hún Steingrím ekki gera greinarmun á því hvort hér sé efnahagskreppa eða hagsæld, honum þyki það vera nógu gott fyrir öryrkja að hafa krónu á móti krónu skerðingu. „Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu,“ skrifar Þuríður. Þá gagnrýnir hún ummæli Steingríms þegar hann sagði Ingu ekki virða kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hann sagði hafa verið einn merkasta félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Henni hafi verið algjörlega misboðið að hlusta á málflutning hans sem hún líkir við frekjukast. „Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“ÖBÍ ítrekað beðið um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna Þuríður segir Öryrkjabandalagið hafa lengi barist fyrir því að afnema fulla skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót og það sé ekki boðlegt að hlusta á hann ýja að því að samtök fatlaðs fólks séu ekki að berjast fyrir sína félagsmenn. „Til margra ára hefur ÖBÍ ítrekað og algjörlega beðið ríkjandi ríkisstjórnir að afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þ.e. taka út 100% skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót. Vegna þess að fatlað fólk þarf með henni að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn. Til margra ára höfum við krafist þess, bæði með ályktunum, kröfum, samtölum og beiðnum til stjórnvalda að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé að minnsta kosti til jafns við lágmarkslaun.“ Þuríður segir skilaboð sitjandi ríkisstjórnar og viðhorf þeirra til öryrkja vera skýr og það hafi sýnt sig þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan. „Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 - Atvinnuleysisbætur kr. 280.000 - Örorkulífeyrir kr. 248.000 - Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrara, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir,“ skrifar Þuríður og bætir við að þetta sé í boði forsætisráðherra sem hafi líklega fengið atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum með yfirlýsingum sínum um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti. „Ja það var þá réttlæti, ég segi nú ekki annað.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýnir málflutning Steingríms J. Sigfússonar harðlega í pistli sem birtist á vef Öryrkjabandalagsins í gær. Ástæða skrifanna er atvik á Alþingi síðastliðinn þriðjudag þar sem Steingrímur vék úr stóli forseta til þess að svara tilfinningaþrunginni ræðu Ingu Sæland.Sjá einnig: Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Í ræðu sinni sagði Inga velferðarstjórn eftirhrunsáranna hafa sett á krónu á móti krónu skerðingu því henni hefði þótt ástæða til að „seilast í vasa þeirra sem höllustum fæti stóðu í samfélaginu“. Þessi orð Ingu fóru illa í Steingrím sem líkt og áður sagði vék úr stóli forseta til þess að veita mótsvar. Hann sagðist ekki oft blanda sér í pólitískar umræður vegna stöðu sinnar en hann gæti ekki setið þegjandi undir „rangfærslum og óhróðri“. „Það er rangt að sú ríkisstjórn hafi tekið upp krónu á móti krónu tengingu. Það sem er rétt er að Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmálaráðherra kom á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu og það þótti þá stórkostlega réttarbót og þar var verið að bæta kjör þess hóps sem lakast var settur og fáir virðast muna eftir í dag og ég er orðinn ansi hugsi yfir því hvert samtök öryrkja og samtök aldraðra eru komin þegar nánast enginn talar orðið um þann hóp félagsmannanna sem er lakast settur og ekkert hefur annað en strípaðar greiðslurnar,“ sagði Steingrímur.Steingrími var heitt í hamsi þegar hann svaraði Ingu Sæland á Alþingi síðasta þriðjudag.AlþingiMálflutningur Steingríms til marks um að honum sé „skítsama“ um lífskjör öryrkja og fatlaða Þuríður Harpa er harðorð í pistli sínum sem ber yfirskriftina „Mér er algjörlega misboðið“. Þar segir hún Steingrím ekki gera greinarmun á því hvort hér sé efnahagskreppa eða hagsæld, honum þyki það vera nógu gott fyrir öryrkja að hafa krónu á móti krónu skerðingu. „Mér finnst á hans málflutningi honum vera algjörlega skítsama um það hvernig öryrkjar og fatlað fólk dregur fram lífið af smánarlágri framfærslu,“ skrifar Þuríður. Þá gagnrýnir hún ummæli Steingríms þegar hann sagði Ingu ekki virða kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hann sagði hafa verið einn merkasta félagsmálaráðherra þjóðarinnar. Henni hafi verið algjörlega misboðið að hlusta á málflutning hans sem hún líkir við frekjukast. „Mér er algjörlega misboðið að horfa á forseta Alþingis fá frekjukast í ræðustól, og hlusta á hann verja gjörðir sinnar stjórnartíðar, mér er algjörlega misboðið að heyra hann væna Ingu Sæland um að virða ekki kynsystur sína Jóhönnu Sigurðardóttur.“ÖBÍ ítrekað beðið um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna Þuríður segir Öryrkjabandalagið hafa lengi barist fyrir því að afnema fulla skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót og það sé ekki boðlegt að hlusta á hann ýja að því að samtök fatlaðs fólks séu ekki að berjast fyrir sína félagsmenn. „Til margra ára hefur ÖBÍ ítrekað og algjörlega beðið ríkjandi ríkisstjórnir að afnema krónu á móti krónu skerðinguna, þ.e. taka út 100% skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót. Vegna þess að fatlað fólk þarf með henni að kaupa sig inn á atvinnumarkaðinn. Til margra ára höfum við krafist þess, bæði með ályktunum, kröfum, samtölum og beiðnum til stjórnvalda að örorkulífeyrir verði hækkaður þannig að hann sé að minnsta kosti til jafns við lágmarkslaun.“ Þuríður segir skilaboð sitjandi ríkisstjórnar og viðhorf þeirra til öryrkja vera skýr og það hafi sýnt sig þegar atvinnuleysisbætur voru hækkaðar fyrir ári síðan. „Í dag er það bláköld staðreynd að í tíð þessarar ríkisstjórnar eru lágmarkslaun kr. 317.000 - Atvinnuleysisbætur kr. 280.000 - Örorkulífeyrir kr. 248.000 - Allar upphæðir fyrir skatt. Þetta getur ekki verið skýrara, hér hefur fátækasta fólkið á Íslandi verið algjörlega og viljandi skilið eftir,“ skrifar Þuríður og bætir við að þetta sé í boði forsætisráðherra sem hafi líklega fengið atkvæði margra öryrkja í síðustu kosningum með yfirlýsingum sínum um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti. „Ja það var þá réttlæti, ég segi nú ekki annað.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Steingrímur húðskammaði Ingu Sæland eftir að hún grét í pontu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fann sig knúinn að blanda sér í umræðuna eftir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um að hafa seilst í vasa öryrkja með tekjuskerðingum. 4. júní 2019 12:25