Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2019 11:53 Svo virðist sem Jónas og hans menn ætli ekki að hleypa Heiðveigu Maríu uppá dekk. Og beita öllum brögðum í þeim efnum. Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57