Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 12:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira