Endanleg niðurstaða um lögmæti lista Heiðveigar liggur ekki fyrir Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 17:33 Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum. Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar sem send var á fjölmiðla í dag. Áður hafði verið greint frá því að kjörstjórn hafi hafnað lista Heiðveigar og gefið henni fremur knappan frest til að leggja fram nýtt framboð. Hafði Heiðveig María, í samtali við Vísi, sagst ekki ætla að láta bjóða sér það að hún hafi frest til 10. Júní til að safna saman, í þriðja sinni, 100 meðmælum.Sjá einnig: Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Í yfirlýsingunni segir „Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins. Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.“ Greint hafði verið frá bréfi kjörstjórnar til Heiðveigar hvar ástæður þess að framboðið hafi ekki verið samþykkt voru tíundaðar. Meðal annars var þar talið upp að á lista hennar til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir í bréfinu að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista. Kjörstjórn mun næst funda þriðjudaginn 11. Júní næstkomandi og þar fara yfir þau gögn og þær athugasemdir sem borist hafa. Í framhaldi af því muni kjörstjórn taka ákvörðun um lögmæti B-lista samkvæmt lögum félagsins.Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.Að gefnu tilefni.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar sem send var á fjölmiðla í dag. Áður hafði verið greint frá því að kjörstjórn hafi hafnað lista Heiðveigar og gefið henni fremur knappan frest til að leggja fram nýtt framboð. Hafði Heiðveig María, í samtali við Vísi, sagst ekki ætla að láta bjóða sér það að hún hafi frest til 10. Júní til að safna saman, í þriðja sinni, 100 meðmælum.Sjá einnig: Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Í yfirlýsingunni segir „Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins. Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.“ Greint hafði verið frá bréfi kjörstjórnar til Heiðveigar hvar ástæður þess að framboðið hafi ekki verið samþykkt voru tíundaðar. Meðal annars var þar talið upp að á lista hennar til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir í bréfinu að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista. Kjörstjórn mun næst funda þriðjudaginn 11. Júní næstkomandi og þar fara yfir þau gögn og þær athugasemdir sem borist hafa. Í framhaldi af því muni kjörstjórn taka ákvörðun um lögmæti B-lista samkvæmt lögum félagsins.Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.Að gefnu tilefni.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira