Þeir sem ekki hafa horft á sjónvarpsþættina Chernobyl ættu að láta staðar numið hér
Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Þá er sýnt frá tilraunum til að afstýra voveiflegum umhverfisáhrifum og rannsókn á tildrögum slyssins.Sýnt er frá vinnubrögðum stjórnvalda sem gera sitt besta til að gera lítið úr atburðinum og hylma yfir galla sem reyndust vera á kjarnakljúfum sovéskra kjarnorkuvera.
Við þetta eru rússnesk stjórnvöld sögð ósátt og mun ríkisstjórnin hafa veitt fé til framleiðslu á rússneskum þáttum um Tsjernobyl slysið sem sína muni aðra hlið málsins.
Leikstjóri þáttanna, Alexei Muradov, greindi frá því í viðtali við Moscow Times að söguþráðurinn snúi að samsæriskenningu um að bandarískir útsendarar hafi verið á staðnum í Tsjernobyl og hafi með einhverju móti unnið skemmdarverk sem olli sprengingunni 26. apríl 1986.
Þættirnir Chernobyl voru sýndir á Stöð 2 en eru enn aðgengilegir á Frelsinu