Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 19:27 Forsetinn vill að einbeiting NASA sé á Mars en ekki tunglinu. Samsett/Getty Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019 Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mars. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið, fyrstur manna. Armstrong var fyrstur tólf manna sem stigu fæti á tunglið á árunum 1969 til 1972. Voru ferðir þeirra hluti af Apollo verkefni NASA. Nú áætlar NASA að árið 2024 verði haldið til tunglsins til þess að koma þar upp bækistöðvum til þess að auðvelda lengri geimferðir, til dæmis til plánetunnar Mars.We are going to the Moon — to stay. We will build sustainable infrastructure to support missions to Mars and beyond. This is what we’re building. This is what we’re training for. We are going. #Moon2024pic.twitter.com/dgL6NoZ2Rj — NASA (@NASA) May 14, 2019 Donald Trump gagnrýndi stofnunina á Twitter síðu sinni í dag. Trump sagði að miðað við það fjármagn sem NASA er veitt á hverju ári ætti stofnunin ekki að stefna í átt að tunglinu. Slíkt hafi þegar verið gert, fyrir fimmtíu árum síðan, heldur ætti áherslan að vera á stærri og merkilegri hlutum. Þar taldi Trump upp ferðir til Mars, Varnarmál og vísindastarf. Tíst Trump hefur þó vakið athygli netverja en í upptalningu sinni sagði Trump tunglið vera hluta plánetunnar Mars.For all of the money we are spending, NASA should NOT be talking about going to the Moon - We did that 50 years ago. They should be focused on the much bigger things we are doing, including Mars (of which the Moon is a part), Defense and Science! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 7, 2019 Líklegt er þó að forsetinn hafi eingöngu átt við að ferð til tunglsins sé hluti af áðurnefndum áætlunum NASA sem viðkomustaður á leiðinni til Mars. Forsetinn hefur þá einnig verið gagnrýndur fyrir stefnu sín um að halda ekki til tunglsins vegna annars tísts hans frá því fyrir tæpum mánuði. Sagði Trump þá að hann hygðist veita miklu fé í NASA til þess að koma Bandaríkjunum, aftur út í geim, á stóran hátt. Gerði Trump þá ráð fyrir 1.6 milljörðum dala til NASA til þess að setja af stað áætlanir um ferðir á Tunglið og Mars.Under my Administration, we are restoring @NASA to greatness and we are going back to the Moon, then Mars. I am updating my budget to include an additional $1.6 billion so that we can return to Space in a BIG WAY! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 13, 2019 Vísindamenn, fjölmiðlar og aðrir hafa flykkst til og hafa greint forsetanum frá því að Tunglið sé vissulega ekki hluti af Mars. Mars hefur þó tvö tungl, Fóbos og Deimos.Fact Check: What is the moon? https://t.co/qmavnR0Y54 — The Washington Post (@washingtonpost) June 7, 2019
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira